Aaaah svo gott að vera í fríi :-)

Laugardagurinn var afskaplega afslappaður og fínn. Við gerðum ekki neitt. Nema hér er Kim að naglalakka dótturina – þau eru nú meiri dúllurnar :-). Sunnudag hinsvegar fórum við aðeins út fyrir bæinn á bóndabæ, þar sem kýrnar fengu að koma út úr húsi í fyrsta sinn í ár. Við fórum með Ane, Andreas, Ölmu, Stormi og Viggu og með nesti og alles. Krakkarnir fengu ókeypis ný nestisbox – mikil hamingja 🙂 og Röskva valdi sjálf fötin. Gúmmístígvél, síðar ullarnærbuxur og rosa fínan bol við 😉 Óliver langar að verða bóndi og er líka klæddur  svona við hæfi! Ég gæti líka vel ímyndað mér að Óliver myndi fíla sig í sveitinni :-). Svo keyrðum við Kim og Mána í lestina. Þeir eru nú á leiðinni að heimsækja Troels með Lars. Voða huggó herraferð hjá þeim. Við hin 3 fórum og borðuðum  hjá Ane og Andreas og svo heim í bað og lúlla. Í dag fóru þau í leikskólann og ég ákvað að labba, því veðrið var svo gott. En þegar ég kom í leikskólann var allt lokað og læst… ég hafði sem sagt gleymt að þau áttu að mæta annars staðar í þessari viku 🙂 En það reddaðist – allt hægt í góðu veðri. Ég labbaði svo aftur heim, fór út að hlaupa, braut saman þvottinn og tók til. Og er núna búin að fá mér hádegismat. Svo er það víst meiri tiltekt og svo kemur vinur hans Ólivers með okkur heim, þegar ég næ í þau seinna í dag. Óliver búin að panta vöfflur og ætli við höngum ekki í garðinum. Svo notalegt að vera í fríi. Og á morgun, geri ég ráð fyrir að allt sé orðið svo fínt hér, að ég geti bara rölt í bæinn og legið úti í garði og lesið og svona huggulegheit :-).

2011-04-16 003 2011-04-17 002 2011-04-17 007 2011-04-17 008 2011-04-17 004 2011-04-16 008 2011-04-18 001

- 1 kommentar til Aaaah svo gott að vera í fríi :-)

One Reply to “Aaaah svo gott að vera í fríi :-)”

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *