Á föstudaginn fór ég til Köben og út að borða með Ingu, Ragnheiði og Elísabetu 🙂 Í tilfefni afmælis Ragnheiðar. Rosalega huggó og brilliant matur. Alltaf gaman að vera með fólki sem maður hefur þekkt í bráðum 27 ár. Alveg ómetanlegt 🙂
Svo fór ég að hitta vinnufélagana í mennigarferð á laugardeginum, líka í Köben og Inga var svo sæt að gera þessa rosalegu fínu fléttu í mig, þó hún hefði í nógu öðru að snúast.
Sunnudagur var vordagur. Allan daginn í garðinum og svo fór frú Nike að hlaupa, í fyrsta sinn nógu hlýtt til að vera í flotta jakkanum sem ég fékk í jólagjöf. Mér finnst ég svakalega pró í þessu fína Nike dressi 🙂
Og svo er nýtt tímabil hjá dóttur minni, sem heitir naglalakk 🙂 Sem betur fer átti ég naglalakk inn í ískáp, sem ég hafði fengið fyrir löngu. Hún var ekki alveg sátt við litinn og ég er búin að lofa henni að kaupa fjólublátt naglalakk. Og að hún megi fá göt í eyrum þegar hún verður 8 ára, en að hún verði að bíða með að lita á sér hárið fjólublátt (sem hún bað um, um daginn). Ég veit ekki alveg hvaðan daman hefur þetta, og ég er svolítið stressuð yfir því að geta ekki verið henni nægur stuðningur í pæjuskapnum 😉
- 4 kommentarer til Mánudagsblogg.