Mánudagsblogg :)

Á föstudginn skrapp ég til Rikke, vinkonu minnar í Vordingborg. Ég fór beint eftir vinnu og við löbbuðum svo í gegnum bæinn, þegar ég kom og fórum svo heim, drukkum hvítvín, kjöftuðum og borðuðum fisk. Á laugardeginum fórum við í langan göngutúr og ég tók svo lestina seinnipartinn og var komin heim um 19 leytið, svo ég náði að horfa á krakka-eurovision norðurlandanna með Mána :).

DSC03997

Á sunnudeginum voru bakaðar piparkökur (en ætlum að skreyta þær næstu helgi).  Kim var búin að gera deigið tilbúið daginn áður og allt klárt.

DSC04001

Svo vorum við viðstödd skírna Iðunnar Ásbjargar í gegnum skype og Erla móða fékk meira að segja að vera vottur 🙂 húrra!!!

DSC04011 DSC04014 DSC04016

Og svo kom Henný loksins :). Með jólagjafir, flatkökur og svona ýmislegt gott. Við höfðum það huggulegt og svo í dag fórum við í bæinn og keyptum jólagjafir (til að pakka í töskuna og senda heim), fengum okkur hádegismat og röltum um.

DSC04024

Amma Sólveig var búin að prjóna þessar flottu húfur á krakkana og Óliver var hæst ánægður með sína og var ákveðin í að fara með hana á leikskólann, svo hún hlýjaði honum í dag 🙂 Takk amma.

DSC04025

Máni er líka rosa gæjalegur og sætur með sína húfu 🙂

DSC04031

Og sá sem vann barna evróvision norðurlandann heitir Ulrik og er sænskur. Hér er Máni að þykjast vera hann (þ.e. pabbi hann var að dressa hann upp).

Her giver Máni den gas, som Ulrik (ham fra Sverige, der vant MGP) 🙂

DSC04040

- 2 kommentarer til Mánudagsblogg :)

Mána mont :)

Vorum í viðtali í skólanum í dag.  Og Máni fékk mikið hrós. Hann er rosalega duglegur að lesa, stafa og reikna. Hann réttir oft upp hendina og tekur mikinn þátt í kennslunni. Hann veit margt og vill gjarnan segja frá. Hann vinnur vel með öllum, bæði strákum og stelpum. Hann er sem betur fer stundum með í að vera með smá óþekkt. Hann er vel liðin af öllum í bekknum. Hann tekur aldrei þátt í að stríða. Hann tekur vel eftir og er góður í að segja frá því sem gerst hefur t.d. í frímínútunum án þess að “halda með neinum”. Hann er hlýðinn, skemmtilegur og með góðan húmor. Sem sagt, er hann að standa sig alveg svakalega vel og við erum ótrúlega heppin að eiga svona flottan strák. 🙂

- 5 kommentarer til Mána mont :)

Auðvitað kemur fimmtudagsblogg ekki í staðinn fyrir sunnudagsblogg.

Hér kemur svo sýnishorn af þessum flottu krosssaumsverkefnum hjá nemendum mínum 🙂

DSC03910

Og á miðvikudaginn komu nágrannarnir með dessert handa öllum ungunum, svo það var borðaður ís af bestu list.

DSC03927

Á föstudaginn kom Hella og með gjafir handa ungunum. Hún kom klukkan 16. Kim klukkan 18 og við vorum svo boðin í afmæli til Anton um kvöldið. Röskvu tókst að æla þar allt húsið út, svo það varð svolítið skringilegt föstudagskvöld 😉 Hún er aðeins hressari núna.

DSC03932

Laugardagsmorgun skrapp ég til Ane í morgunkaffi og Kim og Máni fóru í skólann til Mána að gera vopn með öðrum nemendum.

DSC03935

Og það kom líka pakki frá Ömmu Boggu, svo það hjálpaði aðeins uppá skapið :). Eftir hádegi fóru amman, pabbinn og drengirnir í sund á meðan gubbustelpan svaf og mamman tók til.

DSC03941

Og svo var aðeins jólaskreytt. Jólasveinninn góði frá ömmu Sólveigu.

DSC03950

Og Kim og Máni settu upp útiljósin. Verðum að kaupa eina seríu í viðbót í tréð.

DSC03945

DSC03951

DSC03956

Röskva úti í ljósaleit 🙂

DSC03962

DSC03954

Í dag bauð Hella okkur öllum á Jensens böfhus og ég gleymdi myndavélinni. En það var voða huggó og við fengum góðan mat og krakkarnir höfðu það rosa gott og við entumst  í 2 tíma. Nú horfir daman á Pingó og strákarnir eru hjá nágrönnunum.

Og að lokum ein mynd af mömmunni þreyttu 😉 (sem þarf orðið að taka allar myndir af sér sjálf 🙂 ).

DSC03963

- 6 kommentarer til Auðvitað kemur fimmtudagsblogg ekki í staðinn fyrir sunnudagsblogg.

Fimmtudagsblogg, hvað er í gangi?

Jæja, þá er Kim búin að vera á sjálandi að kenna ljóðaslamm og fleira þessa vikuna. Ég hef sem sagt verið einstæð móðir með mína unga og með þriðjudag með íþróttamóti með 80 nemendur frá skólanum, miðvikudag með fundum til klukkan 16 og fimmtudag með foreldraviðtölum til 20:00 🙂 Góð vika sem sagt. Eeeeennn með góðri hjálp hefur þetta allt gengið mjög vel og eiginlega ótrúlegt að það sé föstudagur á morgun. Til hjálpar hafa komið 2 barnapíur, einn nágranni og ein vinkona. Núna sefur Máni hjá Ölmu, og pabbi hennar vinnur í skólanum hans Mána, svo þeir verða samferða á morgun. Svo var mér allt í einu lánaður bíll áðan, svo ég get skutlað Óliver á leikskólann á morgun :). Haldið að það sé lúxus. Á morgun kemur tengdó, Hella, um fjögurleytið og pabbi Kim kemur heim um 18 leytið. Svo er allri fjölskyldunni boðið í afmæli til Antons nágranna klukkan 18, svo það er til mikils að hlakka á morgun :). Ég hugsaði með mér eftir þessa vikuna og eftir að hafa skipulagt keyrslu í einkabílum með mína 80 nemendur á íþróttamótið, að ég gæti algerlega tekið að mér að vera einskonar logistikstjóri/skipulagsstjór í svona minna fyrirtæki… með eins og 10.000 starfsmönnum ;-).  En jú. Það gengur vel í vinnunni, þó það sé mikið að gera og ég er nýbúin að hengja upp flott stærðfræðiverkefni sem ég gerði með 6.bekknum mínum og þið getið algerlega beðið spennt eftir myndum….. Chrstina og ég skipulögðum svona “fællesspisning” fyrir starfsmenn, börn þeirra, menn, konur osfrv. á mánudaginn. Það koma 28 fullorðnir og 28 börn, svo það verður fjör. Gaman að skipuleggja eitthvað svona, þegar svona vel er tekið í þetta. Svo síðustu helgina í nóvember er ég að fara og heimsækja vinkonu mín í Vordingborg og ég fer ALEIN!!!!!!! og svo kemur Henný á sunnudeginum og ég verð í fríi á mánudeginum, svo það verður sko tekið á því í vinkonuræktinni 🙂 húrra!!!! Krakkarnir eru í góðum gír. Röskva er búin að uppgötva Pingo og vill horfa á hann öllum stundum. Máni er orðin svo stór og les bækur fyrir okkur á kvöldin. Óliver hefur ennþá örlítið dramatíska takta, en þegar allt er eftir hans höfði er hann glaðasti maður jarðarinnar 🙂 Hann klæðir sig sjálfur á morgnana og söng svo fallega fyrir mig í gær, þegar ég sótti hann, að það hætti að rigna :). jæja, best að fara að koma sér í bælið. Góðar stundir, frú E.

- 3 kommentarer til Fimmtudagsblogg, hvað er í gangi?

Æi nóvember :)

Jæja, þá er að koma smá byrjun á jólastemminguna. Fyrstu æbleskiverne voru borðaðar hér á fimmtudagskvöldið 🙂

DSC03850

Á fimmtudag og föstudag var Röskva lasin, svo ég var heima með hana föstudag. Hún skrapp aðeins út til að blása sápukúlur….. hver nennir að þrasa um það 😉

DSC03862

Föstudagurinn var svona líka ljómandi, pizza, disney og huggulegheit í grenjandi rigningu. Svo á laugardagsmorgun fór ég með Ane á kaffihús í 3 klukkutíma og það var algerlega brilliant 🙂 Og ég var svo glöð að ég varð meira að segja yfir mig hamingjusöm yfir því að kim er búin að kaupa þessa borvélapumpu…. frábær fjárfesting (15 kr.) og hér er ég með pumpuna.

DSC03864

Á meðan ég var í bænum fór Kim með ungana í skóginn í fríska loftið. Strákarnir eru enn mjög uppteknir af því að hafa farið í leikhúsið með pabba sínum á þriðjudagskvöldið að sjá Skatteöen, sem er söngleikur um sjóræningja. Hér eru þeir að æfa atriði…. með, vel að merkja, málingarpinnum, sem ef ég man rétt, Máni tók þegar hann var hjá ömmu og afa á Marbakkanum í sumar. 🙂

DSC03866

Svo var leikhús fyrir fjölskylduna. Og Máni sagði: Óliver gerir kannski alveg það sama og í leikritinu, en ég geri það ekki, svona svo pabbi þurfi ekki að horfa á það sama aftur :). Dúllurnar. En þeir voru rosalega góðir í þessum leik skylmingum.

DSC03884

Svo fannst mér ég vera að fá illt í hálsinn og fékk því Kim til að útbúa drykk handa mér með rommi í, tók svo einn snaps og vona að það dugi. 🙂 Sjórængjaromm og krakkarnir fengu líka sína óafengu útgáfu, rosa partýlegt.

DSC03891

Í morgun skruppum við á bókasafnið og svo fór ég með Mána, Óliver, Osmo og Anton í “legeland”, sem er svona geðveikisstaður með leiksvæði fyrir ungana. Ég las á meðan þeir hlupu um. Jú reyndar svo var mitt hlutverk líka að passa slushice glösin þeirra. Nágranninn sótti okkur svo og Máni borðaði þar. Nú eru allir komnir í ró og ég þarf að drífa mig, að koma mér fyrir og horfa á næsta þátt í sunnudagsdramanu Forbrydelsen 2.

LEGELAND

DSC03895 DSC03894 DSC03902 DSC03901 DSC03900 DSC03897

Góðar stundir. E

- 10 kommentarer til Æi nóvember :)

Søndagsblog – på dansk denne gang :)

Det er blevet en vane at blogge lidt om søndagen og som regel handler det om, hvad vi har fået weekenden til at gå med. I aften er ingen undtagelse :). Torsdag kom Lars og Geal og gik tur med de 3 mænd i familien. Det var rigtig hyggeligt lige at se dem :). Fredag var fruen på Mellemvej meget rastløs, var ligesom klar til fest og farver eller en tur udenfor matriklen… ja endda måske til et helt nyt postnummer…. 🙂 en hurtig analyse viste, at damen nok bare var lidt novembertræt allerede og havde lidt peder pan syndrom, fordi måneden byder på 62 forældresamtaler, diverse møder, en fraværende mand i 4 hverdage, cykelture i regne osv. . . ja og så kommer der bare de der dage, hvor man ikke synes det fedeste i verden er at være en super ansvarlig voksen. 🙂  Heldigvis var der nogle kollegaer, som bød på en øl efter arbejde fredag, så det var hyggeligt og rart. Fredag lignede så sig selv heldigvis med god mad, disney show, slik, sofa og fjernsyn. Lørdag var supergodt vejr, så familien gik en lang tur, så drengene kunne bruge sine lommepenge. Vi startede med vores trofaste loppemarkeder men de havde ikke så meget denne gang. Derfor fortsatte vi til Føtex, hvor de så fandt noget de havde råd til. Röskva var så fuldstændig overbevist om, at hun skulle have en dukke i en kæmpe æske til 300 kr. så jeg måtte slæbe hende skrigende ud af butikken og undgik at kigge alle de ældre damer i øjnene, men havde bare lyst til at råbe “lad nu være med at lade som om I aldrig har prøvet det her” :). Eftermiddagen bød på lidt hjemmehygge, moderen cyklede lige en tur til en kop kaffe i Tved, og så havde vi inviteret vores søde naboer til mad. Kim stod i køkkenet og tryllede og jeg forsøgte at rydde op og lavede salaten. Vi havde en rigtig hyggelig aften og jeg følte mig lidt ung, da vi skulle åbne den flaske vin jeg købte, som skulle være rødvin (men jeg havde ligesom gået efter den pæneste flaske) og viste sig så at være en slags lambrusco eller dessertvin eller noget 😉 Heldigvis havde vi nogle øl. Emma blev og sov og da alle unger var puttede, sov jeg også. Søndag har været utrolig stille og rolig. Ja, hvad har vi egentlig lavet? Fået styr på vores tøj (fordi vi har fået en kommode), ryddet lidt op, vasket tøj, gået et par ture, spist boller, lavet biograf med drengene og så pga. den sene sengetid i går blev alle unger puttet klokken 19. Og nåh, ja… da jeg gik aftentur med ungerne med lommelygter sagde Óliver: “mor, hvorfor har mennesker egentlig kroppe?”… og hvad skal man svare til det? jeg tror jeg sagde noget i retning af: “vi har brug for noget at have vores sjæl i, imens vi er her på jorden og så kan vi give hindane knus og sådan, det ville vi jo ikke kunne, hvis ikke vi havde kroppe”.. og så lidt længere fremme sagde selv samme Óliver: “når jeg dør mor, (med lidt gråd i stemmen), så kommer jeg til at savne alt det sjove”…. hvorefter det lykkedes mig, at lede samtalen ind på, hvad man så syntes var så sjovt at lave, fordi det jo så er så vigtigt at huske….. 🙂 Nu ser fruen så frem til en uge med en masse arbejde og mon ikke det kurerer rastløsheden. :). God søndagaften. E

Lars og Geal på Valdemar slot.

DSC03795 DSC03796

Óliver med sit nye legetøj for lommepengene.

DSC03797

Máni med sit 🙂

DSC03801

Peter og Kim

DSC03807

Karoline og Røskva

DSC03811

Søde Lone

DSC03815

Hvad fanden har du købt kvinde????

DSC03816 DSC03823

- 4 kommentarer til Søndagsblog – på dansk denne gang :)

kveðjur frá Erlu vanaföstu

Þetta erum við samstarfsstöllunar, sem erum með 5.bekkina í skólanum mínum. Mjög svalar :). Lise, ég og Mette. Við fórum í dags ferðalag með ungunum (á fimmtudaginn)  í fótspor söguhetja, sem maður sér á bolnum okkar. Bókin heitir Pelle Johns engle og Jesper wung sung skrifaði bókina og hann er einmitt maður Christina vinkonu minnar, og setti ég inn myndir af honum á síðasta bloggið 🙂 Fer þetta ekki að hljóma svolítið heimilislegt hérna hjá mér í Svendborg? 🙂 Og vil þar að auki benda á, að það voru drengirnir mínir í 5.bekknum,  sem ákváðu að ég væri foringinn og ætti að vera í miðjunni ;-)….. ég mun ekki gleyma því og það munu mínar ágætu samstarfskonur heldur ekki 🙂 ha ha.

DSC03728

DSC03730

Hauststemming í garðinum á föstudaginn.

DSC03736 DSC03740 DSC03742 DSC03743

Á laugardagsmorguninn fórum við að mótmæla hjá skólanum hans Mána. Það eru allir svo þreyttir á að bíða eftir að skólinn verði lagaður eða byggður nýr. Við vorum líka svo heppin að komast í fréttirnar í sjónvarpinu (sérstaklega fallegt bak mitt) og var Máni hæstánægður með það :).

DSC03754 DSC03761 DSC03762

Samstarfsmaður minn bauð mér að fá lánaðan bíl á laugardaginn, svo við fórum í bíltúr á rólo og í göngutúr og svo í smá bíltúr, þar sem krakkarnir auðvitað fengu sér lúr… alveg búin að gleyma því, að það gerist alltaf í bíl :).  Svo svæfði ég Óliver klukkan 20 og vaknaði bara ekki fyrr  en Kim fór að sofa. Hann hélt að ég væri bara að hafa það kósí niðri og hann var önnum kafin við tölvuna uppi, já svona er nú frábært hjá okkur á laugardagskvöldi 🙂 ha ha. En ég hef greinilega þurft á þessu að halda, því ég svaf svo til 6:30, þegar Röskva var svo sæt að vekja mig.

DSC03768

Við fórum svo á bókasafnið öll saman. Eftir hádegi kom vinur hans Mána í heimsókn, en ég fór með Christinu og hennar strákum og  Óliver í sund. Svo fórum við heim til þeirra í pönnsur. Máni og Andreas vinur hans höfðu það gott hér á meðan í friði og Kim bakaði brauð með þeim á báli og annað huggulegt. Svo er búið að taka vel til og svona, þvo nokkarar vélar og nú ætla ég að horfa á smá sjónvarp, þrífa baðherbergið og setja í þurrkarann. Góðar stundir.

- 5 kommentarer til kveðjur frá Erlu vanaföstu