Pabbi og Ingibjörg komu á þriðjudaginn, beint í eyrnabólgudótturina og lungnabólgupabbann. Þess vegna var þeim fagnað alveg sérstaklega vel, og ósofin móðirin var einstaklega glöð að fá þau í lið með sér :). Máni var glaður að fá flatkökur og súkkulaðirúsínur 🙂
Og svo var elduð íslensk humarsúpa, sem ég fékk með mér í nesti daginn eftir. Svo það var íslenskt mont í hádeginu. Fína prjónapilsið frá mömmu og svo íslensk humarsúpa 🙂
Á miðvikudeginum voru allir heima, nema við Máni. Og á fimmtudeginum var 5 ára gaurinn vakinn með pökkum, fánum og söng.
Ég hafði tekið mér frí þennan dag og strákarnir í Ólivers hópi komu í afmæli með leikskólakennararnum þeirra frá 10 til 13.
Og við fórum út að finna blöðrur.
Og eftir pizzuna fengu þeir nammipoka og horfðu á vitlausu karlana.
Svo kom afi Lars líka í heimsókn.
Og um kvöldið fóru Kim, pabbi og Lars til Odense, þar sem Kim var að keppa í slammi.
Á föstudeginum bauð Lars okkur svo út að borða – Kim komst ekki með og Máni vildi frekar vera í skólanum, svo við vorum 6. Fengum fínan hádegismat á Börsen. Um kvöldið var auðvitað disney og hugga.
Á laugardeginum fórum við í göngutúr með sleða og á bókasafnið. Svo fór ég ein niður í bæ að hitta pabba og Ingibjörgu. Þau keyptu handa mér þennan fína Römertoph pott, svo núna á ég eftir að elda svo mikið og hollt að engin getur trúað því :). Gaman að því. Svo var eldað læri með tilheyrandi og ís í eftirrétt. Alger veisla. Í morgun fóru svo amman og afinn og það er aldrei gaman að kveðja. æi. Um þrjúleytið komu Anna, Jörgen, Tómas og Marta í heimsókn og þá var farið í sleðaferð, drukkið kaffi og borðað chili con carne. Rosalega gaman að þau skildu nenna að drífa sig. 🙂
Jæja, fleiri myndir seinna. Góðan sunnudag.
- 1 kommentar til Amma og afi farin og Anna og Jörgen líka!