Sunnudagsblogg frá frúnni á Mellemvej.

Það eru liðnar 2 helgar núna og því af nógu frá að segja. Síðustu helgi þegar Kim var á Jótlandi var ég hér heima, hálflasin með alla mína unga. Þetta var nú í fyrsta sinn síðan við fluttum hingað, þar sem ég hef verið rúmliggjandi í sólarhring. Ja sei sei. En helgin gekk nú vel og börnin voru mjög góð við mömmu sína.

Á föstudeginum fórum við í skólaleik, þar sem Óliver var hinn mjög duglegi nemandi Jakob og ég var hin mjög stranga kennslukona Margrethe. 🙂

DSC05464

Og hér er alvöru skólastrákurinn í alvöru heimanámi 😉

DSC05465 DSC05469

Á laugardeginum fórum við í legeland og þegar heim var komið hringdi mamman eftir pizzu – já maður kann nú ýmis trix, til að láta hlutina ganga þegar maður er einn með alla ungana. 🙂 Á sunnudeginum fór Máni í heimsókn til vinar og við hin hugguðum okkur hér heima.

Og þá er komið að þessari helgi, sem nú er að verða búin. Þetta var löng helgi, þar sem föstudagurinn er frídagur hér. Þegar Kim kom heim úr sjónvarpinu, fór ég í gítarhóptíma 🙂 Ég er með svakaleg plön um að meikaða, svo veriði viðbúin! Smelly cat, smelly cat!

Country Sisters

Á laugardeginum fórum við í sund og svo fór Kim til Odense um kvöldið að troða upp. Í dag voru svo engin plön, svo við ákváðum að drífa í að kaupa rennibraut í garðinn, af því að við erum búin að vera að ræða það í 2 ár 😉 Kim var massa duglegur og setti þetta allt saman saman í dag!!!

DSC05515 DSC05516 DSC05510 DSC05534 DSC05540

Og svo var búið að lofa Óliver grill pylsupartýi, svo það var grillað í fyrsta sinn í ár 🙂

DSC05536

Og við tvöfölduðum barnaflokkin 🙂

DSC05553 DSC05526

Ætlaði að skrifa mun meira, en verð víst að fara í nestið og bælið. Ég er svo að fara í skólaferðalag í næstu viku, þriðjudag til fimmtudags. Og svo ætlar Kim til Jótlands með alla ungana föstudag til sunnudags, svo ég veit ekki alveg hvernig ungamamman á að takast á við þetta 😉 Ég hef gott af þessu! jæja, góðar stundir 🙂

- 3 kommentarer til Sunnudagsblogg frá frúnni á Mellemvej.

3 Replies to “Sunnudagsblogg frá frúnni á Mellemvej.”

  1. Dásamlegt. Var að koma heim frá Bjarkarlundi búin að sitja á rassinum í allan dag og hlusta á misgóða ræðumenn og konur. Það góða við þetta var að ég er búin með pilsið á samt eftir að þvo og ganga frá mittinu.
    Glæsileg rennibraut og þið eruð flott Máni, Óliver og Röskva og þið líka Erla og Kim. Greinilegur sumarfílingur.
    kveðja mamma

  2. hæ mikið er rennibrautin flottog verður mikið noturð. eru þið með upprennandi fyrsætur í fjölskyldunni. gaman að fá þessar skemmtilegu myndir og njóttu helgarinnar.
    kveðja moster

  3. Mikið er hann Óliver mikill töffari á þessari mynd! Og við erum með eins klippingu systir! Þetta er stórkostlegt allt saman. Ég sakna ykkar.

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading