Nú er engar myndir frá mér. Ég hreinlega gleymdi að taka mynd af mér og Rikke og Kim var með öll börnin á Jótlandi að heimsækja bedstemor. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var alein heima. Ég kom úr skólaferðalaginu á fimmtudaginn og fór svo að vinna föstudag og þegar ég kom heim voru þau farin af stað. Mjög mjög skrýtið. Það var hellidemba, svo ég lagðist upp í sófa og horfði á sjónvarpið og lagði mig og fór svo á fætur og keypti mér tilbúin rétt í Netto, sem ég hitaði í örbylgjuofninum :-). Svo tók ég til og dundaði mér og skreið svo upp í með góða bók. Algerlega kelling aldarinnar. Á laugardeginum hélt tiltektin áfram, hlustaði á útvarpið og fór út að hlaupa. Og svo kom Rikke um 14 leytið. Og það var spjallað og spjallað og við fórum að versla (nýta bílinn ;-)) og löbbuðum svo niður í bæ og fórum út að borða og fengum okkur 1 öl. Við vorum hvorugar í toppformi, svo við röltum heim og hugguðum hér heima og vorum komnar í bælið á miðnætti. Kellingar aldarinnar!. Á sunnudaginn fórum við á fætur og keyrðum svo til Christiansminde og fórum í góðan göngutúr. Svo fór hún um 15 leytið. Þá fór ég að baka muffins og huga að mat fyrir fjölskylduna sem var væntanleg um hálf sjö. HÚRRA þegar þau voru komin heim. Geggjað að fá þau heim. Ég sé það að maður getur búið afskaplega snirtilega ef maður býr einn…. en ég vil frekar vera 5 í húsið og vaða í þvotti og dóti 🙂 Og nú er svo þriggja dag vika framundag og svo er planið að Kim fari til Barcelona og Ragnheiður komi hingað – svo við vonum bara það besta með ösku og flug…. ég er ekki enn búin að kaupa miða til að koma heim um hvítasunnuna, þannig að það verður bara að ráðast hvort ég kem. Kannski sniðugt að fá Kim heim frá Barcelona fyrst… væri nú ekki gott ef hann festist þar og ég væri svo að fara…. ha ha ha. jæja skriðin í bælið. Kim setur kannski inn myndir frá þeirra helgi fljótlega.
- 3 kommentarer til Skringileg helgi
Þú meinar.
kveðja mamma
þetta hefur verið hið huggulegasta frí
hlakka til að hitta ykkur
moster
Eg verd ein i kotinu i 2 daga i byrjun juni og eg hlakka svo mikid til, hvad tha ef eg aetti thrju krili tha vaeri eg ad telja nidur timana. Aetla ad panta mer pizzu og kok, og horfa a video, og kannski maeta i vinnuna:) Love and peace!