Merki um að Erla sé að verða fullorðin – kannski

 • Erla á hús
 • Erla er gift
 • Erla á 3 börn
 • Erla er kennari
 • Erla á garð
 • Erla er “í áskrift” í fitness centri
 • Erla er búin að ráða barnapíu, sem hefur passað tvisvar
 • Erla var á fundi
 • Erla “surfer” ekki á netinu, en notar bara meil, netbanka og smá blogg
 • Erla les auglýsingabæklinga á klósettinu
 • Erla fer oftast snemma að sofa
 • Erla getur næstum ekki verið vakandi eftir miðnætti
 • Erla er alltaf að flýta sér
 • Erlu finnst hún aldrei gera hlutina nógu vel
 • Erla gengur með 3 hringa dags daglega
 • Erla þarf að tjékka google meil til að vita hvað Kim er að gera

Fleira væntanlegt.

- 5 kommentarer til Merki um að Erla sé að verða fullorðin – kannski

5 Replies to “Merki um að Erla sé að verða fullorðin – kannski”

 1. Merki um að Erla nái markmiðunum sínum og geri allt ó svo vel. Húrra fyrir barnapíunni. Þarftu núna að tékka Google mail til að vita hvenær þú þarft að bóka næstu pössun?
  Þið þurfið kannski að finna aðeins rómantískari samskiptamáta..hvað með hugsanaflutninga?
  Annars veit ég ekki hvort ég get nokkurn tímann vanið mig á að ganga með hringa.

 2. Ég hitti nöfnu mína Borghildi á foreldrafundi í Fjölbrautaskólanum um daginn. Hún kom til mín og sagði mér frá því að hún hefði hitt þig í sundi í Borgarnesi.

  Mikið rosalega er gaman að tala við hana Erlu hún er eitthvað svo, eitthvað svo klár og skemmtileg.

  Talaðu sjálf þig upp en ekki niður, notaðu græna spíralinn en ekki þann rauða. Segðu upphátt við sjálfa þig fyrir framan spegilinn ég er best.

  Þegar að ég var að skoða heimasíðuna þin um daginn á kaffistofunni voru allir í kringum mig sammála um að skrifstofan þín væri algjört æði og ein kennslukonan hafði á orði, oh ég vildi að ég hefði svona skrifstofu, ógeðslega er þetta flott.

  Góða skemmtun um helgina lilla mín.
  kveðja mamma

  P.S. Fyrirgefðu annars, hvar er það að verða fullorðin???

  Svo verður þú að skilgreina “ekki nógu vel” hvað er nógu vel??????

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *