skí­rn

Nú er skí­rnin því­ miður búin. Þetta var alveg frábær helgi og Óliver er mjøg ánægður með þetta allt saman. Það var sólskin allan daginn, þó að það hafi verið spáð rigningu, hún kom fyrst um nóttina. Húrra fyrir því­. Athøfnin var klukkan 12 í­ Magleby kirkju og var mjøg hátí­ðleg og fí­n. 퀰g hélt á honum og Lars, Hella og Inga vinkona voru vottar. Allir gestirnir komu svo heim til okkar og borðuðu heimabakað rúgbrauð og álegg og svo var kaffi og með því­ í­slensk bomba, frá Ingunni Sveins. Fólki hér fannst alveg magnað að mamma skildi hafa flogið með marensbotna hingað frá Ingunni. Og allir voru að deyja yfir því­ hvað kakan var góð. Skúffukakan mí­n náði ekki með tærnar þar sem hún hafði hælana 🙂
Og Óliver fékk frábærar gjafir, takk fyrir allt saman. Eftir stutt og gott blakmót grilluðum við og svo var partý fyrir foreldrana þegar øll børnin voru sofnuð. Krakkarnir høfðu skemmt sér konunglega allan daginn og Máni var svo sérstaklega glaður að sjá ølmu, dóttur hennar Ane vinkonu. Hann kallaði støðugt “Amla, Amla”, mjøg sætt og þau léku sér og hlógu og kysstust og knúsuðu eins og lí­til dvergahjón. Mjøg sæt. Svolí­tið sniðugt hvað þau eru góðir vinir meðað við hvað þau hittast sjaldan.
Nú er Máni byrjaður að tala við okkur eins og við tølum við hann. Mjøg fyndið. í dag sagði hann við mig “du maa godt blive sur, men jeg skal ikke sove nu” og við pabba sinn sagði hann “jeg bliver sur paa dig, naar du siger det, jeg vil ikke have det”. Jæja best að fara að koma sér í­ rúmið.

góða nótt og vonandi getum við sett skí­rnarmyndirnar inn fljótlega.

- 2 kommentarer til skí­rn

2 Replies to “skí­rn”

  1. Hej kæra familie og til lykke med en smuk og dejlig dag.
    Mikið hefði verið gaman að vera með en ég var með ykkur í­ anda og gott að allt gekk vel

  2. húrrahúrrahúrra og til hamingju með skí­rnina 🙂
    hlakka til að sjá ykkur á sjálfan þjóðhátí­ðardaginn!

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading