Jæja, þá er enn ein helgin liðin. Meira hvað tíminn flýgur áfram :-). Máni missti tönn á fimmtudaginn, setti hana undir koddann og fékk 20 kr. frá tannálfinum
Á föstudaginn kom Kim heim og tók yfir stjórn heimilisins og ég lagði mig 😉 Í gær var ég í svona Kaupmannahafnarferð með vinnunni, þar sem við fórum aðeins á Strikið, sumir fóru á Christaniu og svo fórum við í leikhús, út að borða og í einn öl. Rúta fram og til baka.
Á meðan samstarfsfólk mitt var á Christianiu, hitti ég Line vinkonu mína úr kennó. Við hittumst svona ca. þriðja hvert ár.
Á meðan höfðu allir það gott hér heima, Kim dreif sig í sund með liðið og David gisti hjá Mána.
Í dag höfum við sýslað svona sitt hvað og eitt er víst að ég fer SNEMMA að sofa 🙂
Góðar stundir!
- 3 kommentarer til Sunnudagur til sælu :-)
Þú ert bara flottur Máni.
Mikið ertu sæt Erla mín og þessi túrkis litur fer þér vel. Vonandi keyptir þú gleraugun.
Hlakka mikið til að koma og virðist svo ótrúlega stutt þangað til. Mér finnst þessi vetur hafa flogið og stutt síðan að ég sat í sólinni í ágúst á pallinum og las og las og las.
kveðja mamma
hæ gott að heyra frá ykkur og gaman að þú skildir komast til Köben og Máni flottur
Sætar myndir og sumarlegar, sumarið komið og engin eldgos hjá ykkur.