Helgi með börnum og einu matarboði :)

Jæja, komin tími á smá skýrslu. Kim þurfti aftur að fara að slamma á föstudaginn og svo í starfsmannapartý, svo ég var ein með ungana. Alltaf þetta blessaða flakk á manninum. Og þá gæti nú verið huggó að troða sér í mat í familíunni ;-), en nóg um það og ekki meira væl frá mér. Allaveganna þá passaði ég Albert son vina okkar líka og hér sjáið þið hersinguna gæða sér að barnamatseðli föstudagsins: kjúklingalæri, kartöflur og brauð. Strákarnir voru rosa góðir allan daginn og héldu tölvubúðir. Það var spilað á gameboy, playstation, pabbatölvu og mömmtölvu og allt í miklu bróðerni og með fylgjandi reglum um “hver á að gera, og hvernig maður skiftist á”. Mjög gaman og notalegt at finna hvað þeir eru góðir þessir gæjar. Og svo var auðvitað disney show og nammi. Ungfrúin var mjög þreytt og stóð svona á svolitlu væli, þangað til bollinn með namminu birtist. Þá lifnaði yfir henni og hún varð hrókur alls fagnaðar, litla þreytta prinsessan. Þeir sofnuðu svo eftir smá meiri leik og gláp. Máni er farin að sofa alltaf í sínu herbergi og gengur rosa vel með það, svo hann og Albert sváfu uppi. Óliver vaknaði svo klukkan 6 laugardagsmorgun, en mér tókst að sannfæra hann um að sofa lengur. Máni og Albert komu svo niður til mín og spurðu hvort þeir mættu horfa á teiknimynd og ég sagði að þeir mættu gera allt sem þá langaði uppi. 🙂 Svo sofnaði ég aftur og vaknaði svo í panik klukkan 9:20 og þaut inn til Röskvu og hélt að eitthvað hræðilegt væri í gangi fyrst hún var ekki vöknuð. En hún var bara svona lúin dúllan, að hún svaf bara á sínu græna þangað til mamman rauk inn og vakti hana 🙂 Seinna á  laugardeginum skrapp ég svo með ungana á róló niður við strönd í lánuðum bíl og það var mjög huggó. Við fundum fullt af krabbaskeljum og létum þær sigla og það var gott mótvægi við alla tölvuleikina :). Svo kom mamma hans Albert og sótti hann og var hjá okkur í kaffi og huggulegheitum frameftir degi. Ane og Alma kíktu líka við, svo þetta var hinn huggulegasti eftirmiddagur. Svo var búið að bjóða okkur hjónum í matarboð, en við fengum ekki pössun svo ég fór bara ein.

DSC03627 DSC03625

Og þetta er grillaður humar sem var í forrétt. Ótrúlega gott.

DSC03629

Christina vinkona mín góða hér og hennar maður, Jesper.

DSC03638

Per sem hélt boðið og gjöfin mín til þeirra… lífsnauðsynleg 🙂

DSC03689

Marianne konan hans í heimaprjónaðri peysu. 🙂

DSC03690

Og ég að skála í 41 árs gömlu whiskey. Gott að rifja þá takta aðeins upp. Ég var nú góð í whiskeyinu forðum daga og það kom í ljós að ég er enn nagli í þeim málum :). Við fengum andabringu í aðalrétt og ávaxtatertu í dessert. Rosa flottur matur og drykkir og öl og irish coffee og svoleiðis góðgæti, svo ég var mjög stolt yfir því að geta hjólað heim um 2 leytið 🙂 Skemmtilegt kvöld með góðri þjálfun af lifrinni.

DSC03656

Pabbi hans Per fékk þetta whiskey þegar hann varð fertugur og nú er það sem sagt 41 árs. Flaskan var opnuð við hátíðlega athöfn í gær.

DSC03649

Í dag þurfti Kim svo að fara til Odense á fund, svo ég var í hjólatúrum, brauðsmyrjingum, málandi með vatnslitum með ungunum. Loksins eru nágrannarnir komnir heim úr fríi, svo Karoline kom í heimsókn og svo kom vinur hans Ólivers í heimsókn og mamma hans og litli bróðir stoppuðu í góða stund, léku sér og drukku kaffi :). Óliver æfði sig að hjóla án hjálpardekkja og Röskva er orðin þrusugóða á þríhjóli. Maðurinn neyddist svo til að koma heim og elda handa okkur og nú skríður frúin í bælið og bíður næstu viku 🙂 Góðar stundir.

PS. KOMIN VETRARTÍMI HÉR.

- 1 kommentar til Helgi með börnum og einu matarboði :)

Fríið búið í bili

Jæja, þá er fríið búið í bili og Kim og ég erum alveg úrvinda eftir að vera byrjuð að vinna aftur. Í gær keypti ég súkkulaði köku á leiðinni heim og í dag kom Kim með flögupoka… bara troða einhverju í okkur til að halda okkur vakandi og í gangi :). En við náðum þessari fínu afslöppun í fríinu. M.a. fórum við í dýragarðinn í Odense með ömmunni í yndislegu veðri.

dsc03624.jpg

Röskva að segja eins og sæljón 🙂

dsc03621.jpg dsc03611.jpg

Nestið borðað í sólinni.

dsc03602.jpg

Og amma keytpi flotta kleinuhringi 🙂

dsc03600.jpg

á þriðjudeginum (fyrir viku) kom afi Lars í heimsókn með afmælisgjafir handa ungunum.

dsc03590.jpg

Röskva fékk hlaupahjól… “mín mín mín mín mín mín” sem engin má snerta.

dsc03589.jpg

Óliver fékk boxpúða.

dsc03583.jpg

Og Máni fékk flotta bók um sólkerfið.

dsc03586.jpg dsc03578.jpg

Og nú erum við sem sagt komin í gang með hversdaginn aftur. Kim hefur rosa mikið að gera næstu 6 vikurnar og svo týnist alltaf ýmislegt til hjá okkur hinum :). Ég vona bara að Röskva fari ekki að flippa á hverjum morgni og öskra nei föt, nei Jane (dagmamman), nei skó, nei út… arrrhhh 😉 en hún er búin að fríka síðustu tvo morgna, nennir ekki að fara aftur í hversdaginn. Svo stóð hún á öskrinu í gær, því hún sagði fyrst voða sætt: “mamma, svömmehal…???” og ég sagði nei og þá varð mín bara ill og gargði JO SVÖMMEHAL, SVÖMMEHAL SVÖÖÖÖMMMMMEEEHALLL….svoleiðis er það nú 🙂

- 2 kommentarer til Fríið búið í bili

Efterårsferie

Nú er haustfríið skollið á 🙂 húrra. Á föstudaginn fór Kim til Álaborgar að slamma og ég var heima með ungana. Christina vinkona mín kom í mat með sína 2 stráka, svo það var mjög huggulegt að byrja fríið þannig. Í gær var okkur boðið í 4 ára og 40 ára afmæli hjá nágrönnunum, sem var haldið í sal hér nálægt. Þar vorum við frá 14 til 21 og Máni fékk að vera lengur og gisti hjá þeim. 🙂 Stór strákur. Og núna vorum ég og gaurarnir að koma úr bíó. Við fórum með Ölmu og Ane og sáum UP. Mjög góð :). Hugguelgt að vera í fríi. Á morgun og þriðjudag fara ungarnir í pössun og við fáum smá hvíldartíma ;-).

Máni teiknar stríð.

DSC03495

Búið að vera svo gott veður í vikunni, svo krakkarnir hafa verið mikið úti. Hér sést hvað það er orðið dimmt um 19 leytið.

DSC03500

Röskva í fína kjólnum sem Amma prjónaði á hana. Hún er að horfa á sjónvarpið.

DSC03502

Og við á leið heim úr afmælinu í gær 😉 ég lofaði Óliver að spila alla leiðina heim og stóð við það.

DSC03564

- 6 kommentarer til Efterårsferie

søndag igen :)

Óliver og jeg tog til Århus fredag for at hente bl.a. Kims billeder på min onkels containerskib. Vi lejede en bil og kørte ved frokosttid. Det gav os 5 timer i mini-Island i Århushavn. Dejligt. Imens var Máni, Kim og Röskva til høstfest i Mánis SFO, hvor Máni optrådte med et kor. Det var også gået fint. Og så har der ellers været efterår i denne weekend. I går besøgte vi et nyåbnet legeland i Svendborg og var ellers indendørs. I dag var ungerne og jeg ude i formiddags, for lige at lufte “hundene” lidt. Kim havde været i byen og lå og sov.

DSC03453

DSC03454

Røskva har fået sig et udendørs køkken 🙂

DSC03456

Og så gik vi tur efter frokost og Alma har været på besøg hele dagen. Dejligt.  På denne gåtur kiggede Óliver på marken og sagde: “mor, se der er en mark… måske er det en loppemark”.

DSC03467 DSC03469 DSC03476

Og så er fredagspizza blevet til søndagspizza, så er der nemlig rester om mandagen.

DSC03491

Máni sagde: “ta´et billede af mig mor”….

DSC03492

Og hun skulle selvfølgelig gøre det samme…. 🙂

DSC03494

God aften.

- 3 kommentarer til søndag igen :)