Mánudagsblogg :-)

Jæja, þá er komið að smá bloggi hér. Helgin var hlaðin skemmtilegheitum ;-). Við Kim í fertugsafmæli laugardag og ungarnir allir að gista hér og hvar og það gekk bara vel. Á sunnudeginum fór ég með Óliver, Ölmu og Mána á tónleika á uppáhalds barna hljómsveitinni hér, sem spilaði á Naturama. Svo kom Alma með okkur heim, borðaði, fór í bað og horfði á disney. Jamm, það var rugl á disney út af afmæli drotningarinnar 😉 Í dag þurfti ég að ná í Mána snemma á frístundaheimilið, honum leið illa. Lone bjargaði mér og sótti hin börnin 2 fyrir mig, því Kim var að vinna til 19 – í foreldraviðtölum. En ég hef samt komið nokkru í verk í dag, fór t.d. í klippingu í morgun og út að hlaupa í kvöld. Við vonum svo bara að allir séu hressir á morgun :-), því þetta er enn ein pússluspilavikan og Kim verður burtu alla næstu helgi!.

Forårs unger Forårs unger Forårs unger

Flotti dansigaurinn sem segir t.d. “mor, den her dans, kalder jeg for min fantasidans” og segir mér að þau lög sem hann semur, fái hann frá Guði… ég hef alltaf vitað að hann hafi sérstök sambönd 😉

Forårs unger

Alma og Máni

DSC05455

Frúin með nýja hárið 🙂

DSC05458

- 2 kommentarer til Mánudagsblogg :-)

2 Replies to “Mánudagsblogg :-)”

  1. Þú ert glæisleg frú Erla með nýju klippinguna. Það er margt sem gerist í kollinum á Óliver, hann hefur að minnsta kosti mjög skapandi hugsun sem hann liggur ekkert á. Gaman.
    knus og kram
    mamma

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *