Óliver var svona flott málaður einn daginn, þegar ég sótti hann í leikskólann 🙂

Ég fór með ungana á Jensens Böfhus þegar Máni kom heim úr skólaferðalaginu. Kim var á skipulagsfundi um íslenska daga í Svendborg 🙂

Mánudag í haustfríinu. Leikskóli og frístundaheimili og svo á Naturama með mömmu og pabba 🙂

Þriðjudagur í Haustfríinu. Máni heimsótti Ölmu, hin 2 á leikskóla. Fórum svo á bókasafnið. Matur heim, Kim að taka myndir og svo Erla á spilakvöld með nokkru samstarfsfólki.

Erla elskar enn hluti sem eru ofvaxnir 🙂 Tönder 🙂

Komin í Legoland fimmtudag 🙂

Röskva klippt almennilega í fyrsta sinn. Hjá Mehmed á föstudegi í haustfríinu 🙂

Og Óliver fílar langbest að vera almennilega stutthærður og finnst smart að fá smá gel í 😉

Við fórum svo í sund með alla okkar unga í gær, föstudag og tókum nágrannabörnin með. Okkur var nefnilega boðið í afmælismat til Lone nágranna. Það var brilliant góður matur og allir höfðu það huggulegt. Endaði með því að Röskva sofnaði á gólfinu, Óliver í sófanum og Máni uppi hjá Anton. Þau voru svo borin heim og yes!!! sváfu til hálf níu 🙂 í morgun.

Hafið það rosa gott! kærar kveðjur frá frú Erlu!
-
1 kommentar til Smá símamyndir!