jóla – jóla :-)

Á fimmtudagskvöldið fengum við grjónagraut og settum smá á loftið handa nissanum. Haldiði að þeir hafi ekki borðað allt saman og gert þetta fína hjarta handa okkur um nóttina.!

DSC07141

Þegar við vorum búin að fara í bæinn á föstudaginn og horfa á bæjarstjórann kveikja á jólatrénu, þá var auðvitað skutlast heim í disney. En vegna framskriðins tímaplans, varð kvöldmaturinn að tv dinner 😉 huggulegt.

DSC07147

Og aðeins byrjað að jóla – jóla!

DSC07143 DSC07142

Laugardag fórum við í rosa flottan göngutúr. Og fundum m.a. duddutré. Svo nú er verið að hita ungfrúna upp! Kannski það komi að því að hægt sé að kveðja duddur svona ….. fyrir fermingu! Og um kvöldið fengum við pössun og Kim bauð mér í leikhús í Odense. 🙂 Rosa fín og skemmtileg sýning! Elska leikhús.

IMAG0269

Aðventukransinn tilbúin á réttum tíma.

DSC07153

Og í dag var bökunardagurinn mikli. Nágrannabörnin og nokkur önnur komu til að hjálpa okkur. Það var rosa huggó og mikið framleitt. 🙂

DSC07176 DSC07167

Kim hress hér 🙂

DSC07179

Mána kall!

DSC07190

Röskvu engill!

DSC07191

Óliver stjarna!

DSC07192 DSC07206

Og eftir svona helgi, liggur þvotturinn enn ósnertur…. en hreinn 🙂 og það er nú fyrir mestu 😉

DSC07151

- 2 kommentarer til jóla – jóla :-)

2 Replies to “jóla – jóla :-)”

  1. hæ væri alveg til í að brjóta saman þvott
    gleðilega aðventu og gott að þið skemmtuð ykkur vel í leikhúsinu
    Ragnheiður
    kveikt á Oslóartrénu í dag

  2. Ekkert smáflottar kökur. Þið eruð snillar. Duddutréð frábær hugmynd og verður spennandi að sjá hvort að það virkar á ungfrúna.
    Betra að njóta en að brjóta þvottinn, hann fer ekki neitt.
    Eru þetta lítið dagatalakerti á bakkanum á borðinu?
    Kransinn ekkert smáflottur, ég sett greinarnar á aðventustjakann hjá okkur á svo góðan stað í fyrra (áttu að vera svo aðgengilegar) að ég finn þær ekki. Skil ekki hvernig manni dettur í hug að maður muni mili jóla hvar maður setur hlutina.
    Hafið það sem best og ekki svo langt þar til að þið komið.
    kveðja mamma

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading