Sunnudagsblogg.

Jæja, best að byrja sunnudagsbloggin aftur, þar sem hversdagurinn er að yfirtaka Mellemvej 22 ;-). Það er búið að vera í nógu að snúast síðan við komum aftur til Svendborg. Ég var að vinna mið, fim og föstudag og Röskva sömuleiðis ;-). Strákarnir fóru á sína staði mið. og fim. en voru í fríi með Kim á föstudaginn, því Claus (sem bjó með okkur á Mön) kom í heimsókn með Gry og Nönu. Í dag fór Máni til Andreas vinar síns og Óliver heimsótti Jeppe vin sinn, og við gömlu hjónin tókum aðeins til hendinni hér heima fyrir.

Óliver fékk vini sína í heimsókn á þriðjudaginn og höfðu þeir það afar skemmtilegt og var gaman að fylgjast með þeim gaurunum. Þeir voru búnir að bíða spenntir eftir að Óliver kæmi heim.

DSC06125 DSC06128

Máni í vopnaleit 😉

DSC06129

Svo komu slamm gaurarnir í mat á miðvikudaginn og það endaði í “smá” bílskýla partýi 😉

DSC06130

á föstudaginn fóru Kim og Claus með ungana 4 í dýragarðinn.

DSC06197 DSC06176

Og um kvöldið niður í bæ að hlusta á menningarnótt. Við Röskva héldum okkur heima við.

DSC06238

Á laugardeginum keyrðum við til Langeland á fína strönd sem þar var og nutum sólarinnar.

DSC06248

Góðar stundir!

- 1 kommentar til Sunnudagsblogg.

One Reply to “Sunnudagsblogg.”

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading