Jamm, ég steinsofnaði á sófanum á sunnudagskvöldið, svo það varð ekkert blogg 🙂 Þessi vika er búin að vera alveg svakalega hversdagsleg og fín 😉 Kim fór til sjálands þriðjudag og kom heim á föstudagsmorgun. Fimmtudaginn gubbaði Máni allan eftirmiddaginn og um morgunin vaknaði Röskva með augsýkingu, svo Kim var heima með þau föstudag. Um kvöldið fór ég á tónleika með Ane. Það var nú huggulegt. Laugardagsmorgun fóru Kim og Máni til Odense, þar sem Máni var að keppa á fimelikamóti og beint úr þvi fór Kim að keppa í ljóðakeppni í Odense og kom heim klukkan 20. Ég fór með hina ungana 2 niður á strönd með einni sem ég þekki, þreif svo eldhúsið og eldaði matinn. Á sunnudeginum fór ég með Lone nágranna á kaffihús um morguninn og með Óliver í sund eftir hádegi, áður en ég verslaði inn fyrir “fællesspisning” í kvöld. Á meðan voru fullt af krökkum hér heima, m.a. 3 bekkjarfélagar Mána 🙂 Og við erum sem sagt farin að sjá sólina og farin að hjóla aftur. Nú í kvöld vorum við svo uppi í skóla í matnum. Kim skrapp með Röskvu til vaktlæknis, því það hafði lekið eitthvað gult úr eyranu á henni í dag…. og augsýkingin var ekkert orð!in betri, þrátt fyrir krem. Það kemur svo í ljós að hún er með sprungna hljóðhimnu. Hún er nú meiri jaxlinn þessi stelpa! Komin á aðra augndropa go pencilin. Jæja, þá! Farin í nestið. Bless í bili.
- 1 kommentar til Mánudagsblogg :-)
hæ gott að fá smáfréttir. meira hvað þeir eru flottir þessir litlu stjánar sem búa hjá ykkur. gott að þið getið komist í smá útstáelsi þó svo það sé til skiftis.
Máni til hamingju og Röskva sú er dugleg trúlega búin að vera með hlustaverk einhvern tíma
kveðja moster
er farin að telja