Nú jæja. Þá fáið þið að heyra aðeins í okkur aftur :). Ég er að bíða eftir að nýja tölvan mín komi í hús, svo ég verði almennilega tengd og þurfi ekki alltaf að panta tíma í tölvunni hans Kim ;-). Tryggingarnar eru búnar að borga mér pening og allt í góðu með það. Og hvað er þá títt? Það var brjálað að ger hjá mér í síðustu viku og t.d fór ég í þetta yndislega fína og fallega matarboð hjá samstarfskonu minni. Hún bauð öllum kellingunum í unglingadeildinni og maðurinn hennar eldaði handa okkur 4 réttað 🙂 afar sniðugt koncept finnst mér. Hér er ég áður en ég fór af stað. Sem betur fer sést ekki í tærnar á mér, þær eru í ullarsokkum. Hér snjóar enn og þó það sé fallegt og heimilislegt, þá er ég að verða svolítið þreytt á að baslast með hjól, matvörur og unga og í öllum þessum fötum! Á föstudaginn kom Lars líka við, hann var að fara í smá helgarferð til Jótlands. Hann kom með 2 kassa með ýmsu dóti sem Kim á og ma. þessa glæsilegu hárkollu sem sést neðar á myndunum. Á laugardaginn fóru Kim og Máni í skólann hans Mána, þar sem Kim er með, ásamt einum öðrum, svona hóp sem býr til vopn og svona í hlutverkaleik. Máni fílar þetta í botn. Svo fóru þeir feðgar í bíó og tóku Ölmu með. Á meðan héngum við Óliver hér heima og hugguðum okkur í rólegheitunum. Hann elskar að vesenast, spila aðeins á tölvuna, leika aðeins með transformers og svona. Við bökuðum svo vöfflur þegar bíófararnir komu heim og ég sá á Kim, að hann var að spá í hvort ég gæti kannski ekki æft mig í einhverju öðru 😉 kannski ég ætti að reyna við íslenskar pönnsur??? Svo var borðað og spilað matador og Alma gisti hjá okkur. Sunnudagurinn fór í leti, og þrif og þvott og uppvask, því nú er uppþvottavélin biluð. Ég hef nú ekkert á móti því að vaska upp, en þetta er ansi tímafrekt :). Kim og gaurarnir fóru svo í snjóþotuferð með bekknum hans Mána. Kim planaði þetta og það var rosa huggulegt og fínt fyrir þau. Óliver kom svo heim og tilkynnti mér að hann ætlaði að taka til í herberginu sínu í dag og hann gerði það og dundaði sér heillengi við að sortera og gera fínt. Hann gerði líka lag handa mér í morgun: “mor, hun er så sød og blød. Hun passer alle børnene. Hun elsker dem så meget, at hun vil altid have dem” Við Lone, nágranni erum að plana öskudag/fastelavn hérna fyrir krakkana í götunni okkar og þeirra. Svo er ný vika framundan. Leikfimi hjá Mána á mánudaginn. Við að fara að borða hjá vini hans Ólivers (mamma hans er líka vinkona mín) á miðvikudaginn. Kim að fara í keilu með vinnunni á föstudaginn. Ég og gaurarnir að fara á körfuboltaleik á laugardaginn og ég svo að fara í kellingaafmæli á laugardagskvöldið. Sem sagt – nóg að gera 🙂 Og svo styttist í afa og ömmu í Ekrunni og afmæli hins yndislega Ólivers 🙂 Annars hafa ungarnir það rosa gott og madamma Röskva heldur ótrauð áfram að þróa góða ákveðnis takta. Svona eins og að krossleggja handleggi á brjósti sér og öskra NEINEINEI! Jæja, best að koma sér í bælið. Góðar stundir, E
- 5 kommentarer til Sunnudagsblogg it is :)
Takk fyrir þetta Erla mín, alveg ómetanlegt að geta fylgst svona vel með, mér finnst ekki komin helgi nema að ég heyri aðeins í þér. Allar myndir af þér frá sama sjónarhorni, getur Kim ekki prófað að taka mynd eða kannski bara Máni, segi nú bara svona. Þið eru ð yndisleg.
kveðja mamma
ég er sko sætust svona, búin að reikna það út 🙂
hæ og takk fyrir sunnudagsbloggið. gott að þú ert að fá nýja tölvu
bíð spennt eftri öskudagsmyndum og alltaf nóg að gera. Inga og Raggi voru að fara spagetti og reyjumöndlur.
nootalegt að fá þau.
hafið það gott
kvðja moster og Ingi
Alltaf jafngaman að lesa sunnudagsblog. Besta leiðin til að fylgjast með hvað er á döfinni í Svendborg. Verst hvað börnin vaxa og þroskast hratt. Hlakka til að koma í heimsókn.
Bara svo það sé á hreinu þá eigum við rétt á sunnudagsbloggi skv. samningi. bless afi frá Ekru
sæt og fín og hvenær komiði í heimsókn? Iðunn og Arnór sakna ykkar….og ég smá líka 🙂