Jæja, þá er að koma smá byrjun á jólastemminguna. Fyrstu æbleskiverne voru borðaðar hér á fimmtudagskvöldið 🙂
Á fimmtudag og föstudag var Röskva lasin, svo ég var heima með hana föstudag. Hún skrapp aðeins út til að blása sápukúlur….. hver nennir að þrasa um það 😉
Föstudagurinn var svona líka ljómandi, pizza, disney og huggulegheit í grenjandi rigningu. Svo á laugardagsmorgun fór ég með Ane á kaffihús í 3 klukkutíma og það var algerlega brilliant 🙂 Og ég var svo glöð að ég varð meira að segja yfir mig hamingjusöm yfir því að kim er búin að kaupa þessa borvélapumpu…. frábær fjárfesting (15 kr.) og hér er ég með pumpuna.
Á meðan ég var í bænum fór Kim með ungana í skóginn í fríska loftið. Strákarnir eru enn mjög uppteknir af því að hafa farið í leikhúsið með pabba sínum á þriðjudagskvöldið að sjá Skatteöen, sem er söngleikur um sjóræningja. Hér eru þeir að æfa atriði…. með, vel að merkja, málingarpinnum, sem ef ég man rétt, Máni tók þegar hann var hjá ömmu og afa á Marbakkanum í sumar. 🙂
Svo var leikhús fyrir fjölskylduna. Og Máni sagði: Óliver gerir kannski alveg það sama og í leikritinu, en ég geri það ekki, svona svo pabbi þurfi ekki að horfa á það sama aftur :). Dúllurnar. En þeir voru rosalega góðir í þessum leik skylmingum.
Svo fannst mér ég vera að fá illt í hálsinn og fékk því Kim til að útbúa drykk handa mér með rommi í, tók svo einn snaps og vona að það dugi. 🙂 Sjórængjaromm og krakkarnir fengu líka sína óafengu útgáfu, rosa partýlegt.
Í morgun skruppum við á bókasafnið og svo fór ég með Mána, Óliver, Osmo og Anton í “legeland”, sem er svona geðveikisstaður með leiksvæði fyrir ungana. Ég las á meðan þeir hlupu um. Jú reyndar svo var mitt hlutverk líka að passa slushice glösin þeirra. Nágranninn sótti okkur svo og Máni borðaði þar. Nú eru allir komnir í ró og ég þarf að drífa mig, að koma mér fyrir og horfa á næsta þátt í sunnudagsdramanu Forbrydelsen 2.
LEGELAND
Góðar stundir. E
- 10 kommentarer til Æi nóvember :)
Dásamlegt, fer strax í næstu viku að leita að æbleskiver. Hluti af jólastemningunni fyrir okkur Bergþóru að minnsta kosti. Væri sniðugt líka að fara með svona í skólann. Við erum alltaf með kökukaffi á fimmtudögum. Ég keypti reyndar piparkökuhjörtu í Krónunni í gær sem ég ætla með í skólann á morgun.
Skemmtilegt með spýturnar, Máni klikkar ekki á svona smáatriðum. Hann var svo glaður með þessar spýtur, gaman að þær skulu vera í notkun.
Þetta hefur greinilega verið góð helgi. Sveinn komst í svo mikið stuð við að setja hurðina í hjá Jónasi og Ingunni að hann setti hurð hjá okkur í litlu forstofuna, verður hlýrra í vetur fyrir bragðið. Ein af gömlu hurðunum frá Krisni og Möggu. Sendi myndir þegar að þetta er tilbúið, sem gæti orðið aldrei.
Jólastemningskveðja frá Marbakkanum
hæ huggulegt að sætt en hvað er borvélapumpu…. frábær fjárfesting (15 kr.) og hér er ég með pumpuna. til hvers notar maður þessa græju
gott að eiga kósý stund með vinkonu sinni
hafið það gott
kveðja ragnheiður
náttúrulega nauðsynlegt að fá sér romm og snafs við hálsbólgu 🙂 Læt Georg gera drykk handa mér næst þegar mér verður illt í hálsinum
Hef lengi velt því fyrir mér hvernig í ósköpunum þú hefur tíma til að lesa eins mikið og þú gerir.
Legeland.
Ha ha systur 🙂
Hef nú bara farið í Legeland einu sinni 🙂 En góður punktur og kannski ætti ég að fá mér áskrift…. 🙂
Og auðvitað fær maður sér romm og snaps við hálsbólgu… hvað annað????? þetta er elsta ráð í heim 😉 og virkar! I am telling you. Svo verður maður líka svo kátur :).
xxxx Erla sys.
Ég er eitthvað voðalega slæmur í hálsinum núna gæti orðið þrálátt. kv. Afi frá ekru
Hæ, thetta var nú bara ég Inga, en vill alveg vera systir thín líka 😉
Allar Ingur eru systur mína :)…. og þú ert það allaveganna alveg næstum sko… búnar að þekkjast og vera vinkonur í 25 ár….. og það eru ekki einu sinni ýkjur…
Mér er líka illt í hálsinum! Finn það núna…ó mig auma.
Verð þá að far að senda ykkur snaps, bæði í Ekruna og á Rauðalækinn…. gengur ekki að þið séuð svona agalega slæm…. 😉