Stærsta frétt dagsins er að Máni missti fyrstu tönnina í skólanum í dag 🙂
og tvær sögur af yndinu. Á fimmtudaginn var síðasti skóladagur 9.bekjanna hér í DK og þá er hefð að þeir kasti karamellum yfir hina nemendur skólans. Og Máni kom heim og sagðist hafa dessert með heim… hann hafði 8 karamellur í töskunni og skifti þeim bróðurlega á milli okkar eftir kvöldmatinn :). Og um daginn sagði hann við mig: “mamma ég veit hvers ég óska mér ef það verður stjörnuhrap”, nú sagði ég “já, 2 nitendo ds með tölvuleikjum”. “Nú” segi ég, “af hverju 2 stk.” og hann svarar: “nú auðvitað einn fyrir Óliver”. Hann er dúlla.
Og annars var þetta viðburðaríkur föstudagur. Við settum körfu upp í garðinum. (ok, Kim gerði það :)).
og höfðum fengið pakka frá ömmu, með allskyns dóti í, svo Röskva var prinsesa með 2 hárspennur í allan eftermiddaginn og kom því mömmu sinni mjög á óvart. og við gerðum ís og Óliver settist í kerrunna og ætlaði að bíða við frystinn eftir því að ísinn yrði tilbúinn. Og Kim gerði pizzu og svo var nammi og disney og nú er bara beðið eftir tannálfinum. YES! löng helgi.
og nágranninn okkar, hún Lone kom með rabbabara 🙂
og hér eru verkefnin úr ömmupakkanum
- 3 kommentarer til 1.tönnin farin :)
Til hamingju með að missa fyrstu tönnina Máni.
Röskva sæt með spennurnar.
Finnst ykkur þessi ísform ekki sniðug?
Gaman að sjá myndirnar. Ég keypti mest af þessu dóti í búð í Vík í Mýrdal þegar að við Sveinn fórum þangað um daginn. Sveinn var á aðalfundi Rauða krossins. Æðisleg ferð.
Vona að þið eigið góða helgi. Kristín Releena er hjá okkur og við erum að koma okkur úr sófanum í rúmið. Sofnuðum yfir Nemo.
kveðja mamma
hæ Máni og til hamingju með að vera búinn að missa tönn og bráðum fara fleiri og þá getur verið erfitt að borða pulsu
leynsit lítil pjattróafa í dömunni og amma klikkar ekki á skemmtilegu dóti
kveðja ragnheiður
Til hamingju með tannmissirinn. Máni er ekkert smá flottur og greinilega óskaplega góður og mikil dúlla;o)
Jæja… svo prinsessan þín verður bleikari og bleikari;o) He, he.. ég fæ engu ráðið hérna meginn… bleikt og glimmer er málið!