Múggí

_jyllands_tur 116.JPG

_jyllands_tur 114.JPG

Hér er hann svo. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn. Litli sæti Múggí, sem viðeigandi er líka mikill prumpuköttur. Uss uss uss. Og ég sem hafði svarið og sárt við lagt að engin dýr með hár eða ham eða slím eða fjaðrir mundu fá að búa hér í húsinu mínu. En svona er óliver slyngur…. 🙂

Annars er húsmóðirin útivinnandi lúin þessa dagana. Ég bara skil ekki hvernig fólk skapar einhvern harmonískan hversdag með börn og vinnu og alles og fjármál og nesti og muna íþróttaföt og fundur hér og fundur þar og líka….. þetta og hitt. Bara næ þvi ekki. Hver sem hefur töfralausnina má gjarnan gefa sig fram 🙂

En allaveganna er allt hér í nokkurn vegin góðum gír. Máni er sæll og glaður og er að stækka mikið þessa dagana. Hann er eitthvað svo skynsamur og hægt að treysta honum, að það er bara sætt. Óliver er enn sama kaoskúlan. Í gær tók hann vatnsglas og fór með það. Hann kom til baka með það tómt. Hvað gerðirðu við vatnið Óliver? Ég hellti því í pabba skó, komið og sjáið….. Og enn er hann mikil mömmulús. Við töluðum við ömmu og afa á skypinu á mánudaginn og svo í gærmorgun vildi hann fara upp og vekja þau…. fannst mikið svindl að þau væru ekki hér uppi. Tölvutæknin…. Röskva er yndisleg en er aftur komin í smá vælugír á milli 17 og 19, mömmunni til ama. En þetta er allt saman tímabil sem gengur yfir :).

Mér og Kim gengur vel í vinnunni og þannig er allt í gúddí gír. Eftir rúma vikur er haustfrí. þá förum við til Holbæk og svo kemur Ragnheiður. Húrra. Svo kemur Ingvar Freyr, svo amma Bogga og afi Ísbjörn og svo Inga og Jóndi…. svo það er alveg frábært.

Jæja ég ætla að fara að sofa, þó klukkan sé rúmlega 21. Veit ekki hvað annað ég á að gera í stöðunni.

og til hamingju með daginn Rósa sósa :), vonandi verður dekrað við þig.

- 2 kommentarer til Múggí

2 Replies to “Múggí”

  1. hæ öll sömun og til hamingju með köttinn, flott nafn, gott að fá fréttir af allri fjölskyldunni og hvernig fór með skóna var hægt að þurrka þá.

    kveðja Ragnheiður

  2. Hæ Erla Perla. Múggí er mikil dúlla. Við hlökkum bara rosalega til að koma. Ég fékk líka kött handa þér, kannski hefur þig aldrei langað í köttinn, hélt samt að það mundi taka fókusinn af öllum ógnunum í kringum þig þ.e. frænkum og frændum. Kannski hefur Óliver hugsað köttinn fyrir þig en ekki sig. Áttu ekki bara að vera þakklát og kyssa hann fyrir????

    Sveinn getur kannski aðstoðað við að setja rúðuna í, hún verður varla kominn fyrir þann tíma???? smádjók

    kveðja mamma

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading