Á leið heim úr skíðaferðalaginu og jólastússinu, stoppuðum við í Gautaborg. Þar býr dúlluleg fjölskylda, sem okkur langaði mikið að hitta. Og þá sérstaklega lítill gaur sem krakkana langaði að þjónusta og leika við 🙂
Við komum ákkúrat í matinn. Hið fínasta jólaboð með íslensku hangikjöti, laufabrauði, baunum og uppstúf. MMMM nammi nammi nammi. Og Inga Lára stóð sig afar vel í húsmóður hlutverkinu og Jóndi bóndi var mjög þjónustuglaður herra. Svo þetta var algert dekur.
Þar að auki var algerlega brilliant að hitta Flóka Forna, sem kastaði sér um hálsinn á Mána og knúsaði hann í bak og fyrir. Máni, Óliver og Röskva eru klárlega mjög vinsæl hjá Flókanum, en það er samt pínu pláss fyrir okkur hin líka 🙂 Móðan (ég) fékk þó bæði að klæða í galla, skifta á bleyju, keyra kerru og vesenast, svo það var notalegt.
Daginn eftir fórum við á náttúrfræðisafn, sem var mjög skemmtilegt. Mælum með því!. Svo fór Inga að vinna og Jóndi heim að leggja FF. Á meðan röltum við 5 niður í bæ og kíktum á Gautaborg. Þar var hægt að fá mikið kaffi, en foreldrana langaði í öl og á endanum fundum við stað að setjast inn á.
Á þriðjudeginum kom Inga heim og hafði átt góða vakt, svo hún var hress og kát þessi vinnusama systir mín. Við fórum svo með strætó á brilliant leikvöll og fórum í fínan göngutúr með nesti og alles (þó svo að við höfum ekki náð svíunum alveg, þeir taka sko nestismenninguna á annað level) og enduðum svo á kakó og kanelsnúð á fínum veitingastað í garðinum. Mjög huggulegt hjá okkur. Flóki var bara með pínu hita þegar við fórum út og þriggja barna móðirinn og læknirinn tóku þá ákvörðun að frískt loft skaði nú ekki 😉
VIð systurnar skutumst svo í bío klukkan 17 (ef við færum klukkan 20 væri of mikil hætti á að við myndum sofna). Myndin “Joy” var frekar laaaangdregin, svo við nutum bara hvíldarinnar í mjúkum sætum og borðuðum popp og drukkum kók. Næs.
Á miðvikudagsmorgni var erfitt að kveðja, en gott að vita að móðan getur verið komin á tröppurnar í Gautaborg, eftir aðeins 5 tíma bíltúr.
Takk kærlega fyrir okkur Inga og Jóndi.
- 2 kommentarer til Gautaborg
Mikið eru flottir leikvellir í Gautaborg.
Þetta hefur verið frábær heimsókn.
kveðja moster
Knus mamma