Meira af Óliver

Óliver er á ansi skemmtilegu stigi þessa dagana 🙂

Við Kim kveiktum á lampanum og ætluðum að fara að lesa og fannst birtan eitthvað skrýtin… þá hafði Óliver skift um peru. Og hann hefur hafið tilraunastarfsemi hér í árslok (eins gott að hann er ekki nógu gamall til að kaupa flugelda…). Hann reyndi að opna bjór með upptakara, hann klifraði upp á borð og prófaði að skera rúgbrauð í brauðskeraranum, hann opnaði vasahníf sem hann fann, hann kveikir á kertum, hann opnar alla glugga, hann burstaði tennur í andlitskreminu mínu og sem sagt skiftir um perur….

eins gott að fylgjast vel með því hvað hann er að bardúsa… og já hann ristaði sér brauð um daginn og smurði sjálfur…

DUGNAÐURINN 🙂

DSC04050

- 1 kommentar til Meira af Óliver

One Reply to “Meira af Óliver”

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret.