þreytt

Góð helgi næstum að baki. Ungarnir sofnaðir. Nestið tilbúið og frúin getur bjargað sér fyrir horn í vinnunni á morgun án mikils undirbúnings :). Við erum heppin. Með húsið, með fólkið, með börnin okkar, með vinnuna. Á föstudaginn fór ég aðeins út að drekka öl með vinnufélugum. Huggulegt og gaman, og við gátum stutt hvort annað í því að fá okkur einn enn þó svo að augnlokin væru orðin ansi þung. Hverjum datt í hug að reyna að halda sér vakandi á föstudagkvöldi :). Í gær kom Alma (dóttir Ane vinkonu, jafngömul Mána og þau hafa þekkst alla ævi) í pössun, svo það hefur verið leikið mikið  hér um helgina. Kim skrapp til Odense i gærkvöldi og af því að strætobílstjórar eru í verkfalli komst hann fyrst heim í morgun. Svo ég var hér í góðum barnafans. Við skruppum svo í hjólatúr í dag med ungana og bökuðum vöfflur þegar Ane og Andreas komu að sækja Ölmu seinni partinn. Góð helgi. En mig langar heim. Mig langar í mat til mömmu og pabba. Mig langar upp á Akranes og hitta flokkinn stóra þar og fylgjast með öllum frændunum í leik. Mig langar að knúsa Dag. Mig langar að sækja Arnór Breka og fara með hann á róló. Mig langar að heimsækja ömmu á Skjól. Mig langar í sund. Mig langar að skila börnunum mínum í nokkra klukkutíma á Vesturgötuna, í Hellulandið eða Ekrusmárann. Mig langar að vera með fólki sem þekkir mig. Ég er svo svakalega þreytt á að vera ný. Það er svo lýjandi. Að vera alltaf með fólki, sem er mjög indælt og skemmtilegt en maður þekkist ekki. Auðvitað ekki, við erum bara búin að vera hér í 2,5 mánuð. Hlutirnir taka tíma. Mig langar að heimsækja Hrund og fara með Henný á bar 🙂 Og mig langar að hitta öll systkini mín. Ég er með stóra feita heimþrá. En svoleiðis er það. Og eins og mamma segir alltaf, þá sagði Ingunn Jónasar alltaf “guð minn góður hvað það væri leiðinlegt ef maður saknaði einskis eða enginn saknaði manns”. Mig langar að spjalla við Maríellu í frímínútunum og mig langar fíflast á íslensku. Mig langar í heimsókn til ömmu og afa og fara í göngutúr með ömmu. Æi ekki meira væl.

Í næstu viku förum við hjónin til Álaborgar á tónleika. Á sjálfan stevie wonder, svo af hverju er ég að væla. 

- 4 kommentarer til þreytt

4 Replies to “þreytt”

  1. Við söknum ykkar líka og stundum heldur maður að þið séuð á leiðinni upp stigann eða hljótið að birtast einn daginn.

    Bíð ennþá eftir myndum af amælisbarninu á nýja hjólinu.

    kveðja mamma

    P.S. Fór í sumarbústað til Soffíu Sigurjóns með kerlingunum í gær og kom heim í dag. Ragnheiður og Ingi komu við. Nenni ekki í vinnuna á morgun. Best að hengja upp þvottinn, kúra í sófanum og horfa á CSI.

  2. hæ ég sakan ykkur líka
    vantar einhvern til að borða fiskibollur og íspinna og horfa á teiknimynd
    og fara út að borða

  3. Mig langar líka. Elsti sonurinn talar ekki um annað en að vera í Noregi, eða helst það.
    Mig langar svo í allt mögulegt að ég veit ekki hvað mig langar mest í dag. í
    Við eigum allt, hús bíl og falleg börn en okkur langar eitthvað samt.
    Mér þykir vænt um ykkur, hjartans kveðjur frá Ragnheiði V. og félögum

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading