Meiri skóli

Máni skólastrákur þegar hann fór í skólann þriðjudag. 🙂 Þegar ég sá þessar myndir fór ég í H og M og keypti föt sem passa á hann. Fannst hann eiga skilið að eiga fín skólaföt svona fyrsta árið, sem passa á hann og geyma erfðagóssið þangað til hann stækkar aðeins meira. Annars erum við svo heppin að hann erfir svo mikið af fötum (eins og mamman líka), en núna mátti ég til að splæsa á gaurinn, sem var mjög sæll með kaup móður sinnar.

Mér finnst mjög skrýtið að hann sé orðin svona stór og mér finnst mjög erfitt að sleppa honum svona lausum í hörkulegum heimi skólavistarinnar. 🙂 Vonandi plummar han sig vel og vonandi er engin sem stríðir honum… en ég hef haft tendensa til að vera “hræðilega mamman” og ætlað að hringja í kennarann á hverju kvöldi… “hann borðar ekki nestið sitt”, “hann sagði mér að sumir kalli hann Magnus, geturðu ekki æft með börnunum nafnið hans”…. “Máni sagði að þau hefðu fengið gos í skólatímanum, finnst þér það við hæfi?”. En ég hef hamið mig.. 🙂 ha ha sem betur fer fyrir Mána greyið. (Og kennarann). Allaveganna er hann mjög sæll og glaður með sitt. En mjög mjög þreyttur þegar hann kemur heim.

Óliver er farin að hafa það gott á leikskólanum, leggur sig eftir hádegi og vildi ekki koma með heim í dag, þar sem hann var of önnum kafin við að leika sér. Hann er þó mjög hress hér heima eftir leikskólann, svo hann vantar greinilega smá útrás og athygli – kannski af því að hann getur ekki sagt svo margar sögur og bullað á dönsku. En hann stendur sig vel hér heima í bullinu og kröfunum 🙂 Við matarborðið í gær sagði hann:

“manstu þegar Arnór gubbaði, svona hvítt gubb, það var eins og fuglakúkur”

“ég get ekki átt pabba bangsa, ég get ekki átt Röskvu bangsa, ég get ekki átt Mána bangsa, ég get ekki átt mömmu bangsa….. ég verð að fá svona bangsa úr vél” þessu kommenti verður að fylgja, að það eina sem amma og afi bönnuðu gaurnum í ferðinni hér var að reyna að veiða svona bangsa í vél og hann nefnir þennan bangsa oft 🙂 mjög óréttlátt greinilega… ha ha. En hann talar líka mikið um Kong Fu panda myndina, sem þau buðu honum á – svo það er margt eftirminnilegt.

Í kvöld komu Frank, Louise og Albert í mat. Frank er gamall vinur hans Kim frá Köben og Louise er konan hans og Albert er 4 ára gaur. Óliver fílar Frank í botn og elskar þegar þau koma. Við ætlum að borða saman á miðvikudögum til skiftis hér og þar.

Húsmóðir heimilisins er með eindæmum hress og þó að hún hafi vaknað klukkan 6, skilað börnum, farið að vinna, skroppið í H og M, komið við heima og gengið frá þvotti, sótt börn og svoleiðis bakaði hún líka súkkulaðiköku… sko mína 🙂 Hvar endar þetta? En núna ætla ég upp í stofu, kveikja á sjónvarpinu og taka til á meðan bjart er, því enn vantar ljós á efri hæðina, svona að mestu.

Hafið það gott á Íslandinu,

kær kveðja, Erla

- 6 kommentarer til Meiri skóli

6 Replies to “Meiri skóli”

  1. Skil vel að þú hafir farið og keypt föt á hann. Reyndu svo að halda áfram að hemja móðurtilfinningarnar, ég er reyndar ennþá að berjast við þetta og yngsta barnið er 17. ára, svo bara góða skemmtun.

    Alltaf gaman að lesa pistalan þína. Þarf að taka bókina fram og fara að prenta út myndir og líma inn.

    kveðja mamma

    P.S. Arne og Anetta ætla að gista hérna 2. og 3. sept.

  2. heyrðu er ekki danmörk tveim tímum á undan? þá er komið afmæli! Knús á þig og til hamingju !! =)
    Vá hvað Máni er flottur í skólanum! knús á hann fyrir það! og knús á óliver fyrir að vera duglegur í leikskólanum á dönsku, ég gæti þetta ekki =p hehe Og knús á Röskvu fyrir að vera sætust! Og svo annað á þig því þú átt afmæli… og eitt á Kim líka svo hann fái að vera með í knúsasúpunni minni…… =p
    koss&meiriknú
    ásasálfræðingur

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading