Laugardagur hjá frú fjörugri :)

eða þannig…

Skrapp í Rauða kross búðina með Óliver. Fann mér stól í herbergið mitt. Hann kemur á þriðjudaginn (vonandi kemst hann inn um dyrnar). Óliver fann sér forláta spidermann bíl, risastóran á þremur dekkjum… :). Svo fóru Kim og Óliver af stað til köben, þar sem Kim ætlaði í sumarveislu og Óliver að gista hjá frænkum sínum. Honum fannst það nú ekki leiðinlegt. En eftir urðum við þrjú.

Við Máni settum niður nokkra blómalauka í garðinn á meðan Röskva svaf. Svo skruppum við þrjú í sund, þrátt fyrir sólskil og blíðu, eitthvað urðum við að gera hressandi…. og þegar heim kom, var það sláttur og smá tiltekt. Máni í leik við nágrannanna og Röskva í þreytukasti án þess þó að vilja leggja sig. Eftir matinn (hafragrautur handa Rösvku, haframjöl með mjólk og sykri handa Mána) hvíldi Máni sig, Röskva fór að sofa og ég hófst handa.

Sem sagt. Að taka upp úr kössum, nú eru ekki margir kassar eftir úti í skúr. En samt einhverjir. Og núna er herbergið mitt að fá á sig huggulegan brag. Mér fannst ég vera tólf ára, þegar ég var að tína eitt og annað uppr úr kössum, sem hafa ekki verið opnaðir síðan ég bjó ein í herbergi á Nörrebro :).

Ætlaði að setja inn myndir, en finn ekki snúruna og Kim ekki heima. Set þær inn á morgun. Jiii hvað það er gaman að vera med skrifstofu. Og eigið herbergi. YES.

Góðar stundir, Erla

- 2 kommentarer til Laugardagur hjá frú fjörugri :)

2 Replies to “Laugardagur hjá frú fjörugri :)”

 1. Bíð spennt eftir myndunum.

  Nú er afmælishaldi á þessu heimili lokið í dag og allir saddir og sælir.
  Ragnheiður og Ingi voru að fara heim, Vésteinn gistir hjá Ásu og Bergþóra hjá Mona þannig að við erum hérna tvö gömlu skörin með afa. Hann gistir í nótt og fer svo með Vésteini á morgun eftir afmælissúpu hjá Styrmi. Jónas kom hérna áðan til að fá lánaða kökubakka þannig að þetta verður tertuveisla með súpu í forrétt ef ég þekki frú Ingunni Sveins rétt.
  Var að sýna Inga myndirnar af húsinu, honum líst vel á þetta allt saman. Hefur áhyggjur af því að Kim verði kalt í skúrnum í vetur. Hann Ingi hugsar alltaf um allt þetta praktíska og hefur mjög oft rétt fyrir sér.
  Sveinn setti númer á húsið í dag, kominn tími til.
  Allt mjakast þetta í rétta átt á öllum vígstöðvum.
  Góða nótt dúllan og allir biðja auðvitað að heilsa, afi var glaður að heyra í þér og var að fylgjast með þegar að við skoðuðum myndirnar.

 2. hæ vorum aldeilis í fínni kjötsúpu eitthvað sem Olli hefi þegið
  vorum að koma heim eftir ánægjulegt kvöld
  kveðja Ragnheiður og Ingi
  bíðum spennt eftir myndum af skrifstofunni

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading