er algerlega nauðsynlegt þessa dagana…. ég var að koma heim, fór í Pilates tíma með nágrannanum. Mjög fínt, en auðvitað ekkert – alls ekkert í líkingu við íslenskt world class. Ísland best í heimi.
En ballið byrjaði sem sagt í síðustu viku og stendur yfir nokkrar vikur.
Foreldrafundur í vinnunni hjá Erlu. Foreldrafundur í bekknum hans Mána (mamman skráir sig í foreldrafélagið í stjórn). Foreldrafundur í vinnunni hjá Kim. Foreldrafundur í vinnunni hjá Erlu. Foreldrafundur hjá dagmömmunum. Foreldrafundur í leikskólanum (komumst ekki því það er á sama tíma og hjá dagmömmunum). Foreldrafundur á frístundaheimilinu. Foreldraráðsfundur hjá Erlu.
Þar að auki. Kaffi í leikskólanum hjá Óliver. Haustkaffi á frístundaheimilinu hans Mána. Skólahátíð í skólanum hjá Erlu. Vinnupartý hjá Erlu.
Og… svo langar Kim að vera í blaki, mér í Pilates, Mána í fótbolta og Óliver í tónlistarskóla :). Við erum að raða þessu öllu saman og finna bestu lausnina :).
… og ekki er allt búið enn. Á laugardaginn er Kim að fara í partý í Köben. 6.sept. höldum við fjölskylduafmæli fyrir Rösvku og Mána. 9. sept. bíður Máni öllum bekknum heim í afmæli.
Svo það er allt á fullu og við tjékkum google kalander oft á dag … 🙂
Jæja verð að fara að smyrja nesti. Búin að baka köku til að taka með í vinnuna, er með í svona miðvikudagsklúbbi í vinnunni, þar sem maður skiftist á að taka með. Gott að vera búin að því.
Góða nótt. Frú Erla
- 3 kommentarer til Gott skipulag
Ég held að Atl for damerne ætti nú að hafa samband við ofurfjölskylduna á Mellemvej 22 og skrifa grein um hvernig á að púsla saman heimili með 3 lítil börn, sinna áhugamálunum, vinunum og fjölskyldunni.
Þú er Superwoman, ættir að eignast búning og taka mynd.
kveðja mamma
P.S. Þú gætir farið að skrifa bók um það hvernig best er að samræma vinnu, áhugamál og heimilishald.
Það væri nú kannski sanngjarnt að minnast eitthvað á pabbann. Kær Kim þú ert líka duglegur. Kannski ættuð þið bæði að fá ykkur super búninga.
kveðja tengdó
hæ ja það er aldeilis nóg að gera
en nú er ísland ekki bara besta land í heimi heldur „stórasta land í heim“ tilvitnun í Dorrit
gangi ykkur vel í öllum fundum og festum
kveðja Ragnheiður