komin heim

Þá erum við komin aftur heim úr ferðalaginu okkar, við Máni og Óliver. Þetta gekk bara nokkuð vel allt saman, nema að ég varð lasin nóttina fyrir mánudaginn og keyrði heim með beinverki, magapí­nu og tvo litla stráka í­ bí­lnum. En þetta gekk nú allt saman. Máni fékk nammi í­ poka sem dugði honum í­ klukkutí­ma og var á rassi, hálsi, kinn og handleggjum þegar heim kom. ég fór á hausinn í­ rúmið þegar ég kom heim um 17 leytið og vaknaði næstum ekkert fyrr en 15 daginn eftir og leið þá mun betur. En ferðalagið var sem sagt gott og Máni og Óliver voru með mér þegar ég var að kenna bekknum hans Kristófers á føstudeginum. Máni eins og fí­nn skólastrákur með nesti og sat við skólaborð og var með í­ øllu saman. Þau teiknuðu í­slenska fánann í­ réttum hlutføllum og gerðu klippi og lí­mi mynd úr gømlum í­slenskum dagbløðum sem ég hafði fengið frá Ragnheiði. Svo fórum við út í­ ýmsa í­slenska leiki. Það fannst þeim meiriháttar og Máni hljóp og var með í­ øllu saman og krakkarnir kepptust um að fá að leiða hann. Þeim fannst skemmtilegast í­ dimmalimm 🙂 á laugardeginum heimsóttum við Lailu, en byrjuðum á því­ að fara í­ afmæli til pabba hennar. Sunnudagsmorguninn fórum við á strøndina að leika og svo á mánudeginum lá leiðin eins og áður sagði heim. íbúðin er orðin voða fí­n, Kim hefur verið voða duglegur á meðan við vorum í­ burtu… ekki að spyrja að því­. Já og fyrir þá sem ekki vita, þá er Kim búin að fá vinnu í­ Stege í­ sama skóla og ég og á að kenna litlu krøkkunum. Spennandi það.
bless í­ bili.

- 5 kommentarer til komin heim

5 Replies to “komin heim”

  1. Hæ gaman hvað gekk vel og gott að heyra að Kim fer að kenna í­ Stega.
    Máni stendur sig vel eins og alltaf, en hvernig var það fékk Óliver ekki að kom með lí­ka í­ skólann

  2. Það er greinilegt að Máni elskar að vera innan um fullt af fólki. Hann verður orðinn góður þegar að hann fer í­ skólann.
    Kristí­n hennar Boggu kom til mí­n í­ morgun og spurði hvort að ég ætlaði í­ skí­rnina, hún sagðist ekki ætla að hætta fyrr en að þau samþykktu að mæta.

    Við erum að fara á landsfundinn á føstudag, laugardag og sunnudag. Eins gott að taka mér sér einhverja handavinnu, veit ekki hvað það ætti að vera.

    Danirnir frá Lilleskolen eru í­ heimsókn, við vorum í­ rosagrilli hjá Steinu, fengum lax og alles og tertu og kaffi á eftir.

    Er að fara í­ ferð um Borgarfjørðinn á morgun.

    Er nokkuð hægt að fá að sjá myndir af fí­nu í­búðinni.

    Vonandi ertu orðin hress.
    kysstu karlana
    mamma

  3. Halló systir mí­n.. hef svo sem ekkert merkilegt að segja. finnst bara svo sniðugt að kommenta. georg og sólveig eru að fara að grilla fiskispjót og kótilettur..þau eru búin að standa á løgregluuppboði í­ allan dag í­ þeirri von að kaupa ódýrt reiðhjól. en þar var allt af mikið af rí­ku fólki að keyra upp verðið, þar til 5 tí­mum sí­ðar þegar var farið að bjóða hjólin upp í­ annað sinn. húrra!
    og mér leiðist að læra.
    því­ miður sé ég mér ekki fært að halda með danmørku í­ júróvisjón í­ kvøld þar sem að þar fer alveg einstaklega plebbalegur drengur í­ broddi fylkingar (úps, vonandi er það ekki frændi hans Kim..haha).
    í staðinn ætla ég að halda með noregi enda æðisgengin grúppa þar á ferð!´
    jæja. hann máni á greinilega eftir að vera hress þegar hann fær loks að setjast á skólabekk. og áfram óliver..er hann enn jafn vel í­ holdum blessaður drengurinn? eins og ég og gvaró vorum hér forðum daga 🙂
    okei bless og góða nótt
    p.s.mannstu þegar ég var að vinna í­ møtuneytinu og þú komst með tilløgu að brandara sem ég gæti sagt í­ hádeginu: “Það er þorskur í­ dag, þér til heiðurs” ?? HAHAHAHAHA..þokkalega fyndin

  4. Þú ert svo dugleg mamma, að leggja land undir fót með tvo gutta! Og keyra heim fárveik, fékk alveg í­ magann við tilhugsunina! You go superwoman!

  5. Halló elsku besta systir mí­n.
    Allt ágætt að frétta héðan, eins og Inga sagði fórum við á løgregluppboð í­ gær og það var nú ansi mikil upplifun get ég sagt þér. Það var verið að bjóða upp alls konar drasl m.a “fullorðinsspil” og 100 rakvélabløð sem seldust á 9 þúsund krónur, alveg satt!! fólk varð klikk. Georg nældi sér í­ ágætt fjallahjól á 4000, þarf reyndar aðeins að laga gí­rana en alveg hægt að hjóla á því­……..honum fannst hálf ømurlegt að vera búinn að standa á uppboðinu í­ 3 tí­ma og ekki bjóða í­ neitt svo að hann fékk sér hjól. 퀰g er að reyna að skrifa ritgerð sem ég átti að skila í­ seinustu viku, það er ekki alveg að ganga, er með ritstí­flu. 퀰g valdi mér lí­ka óspennandi bækur eftir Steinunni Sigurðardóttur og þarf að tala um ástina og boðskap og blablablablabla.

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading