Fleiri myndir

Ég er orðin alveg rugluð í hvaða myndir ég er búin að setja inn og hvaða ekki. 🙂 Vona að þetta sé nokkurn vegin komið.

Hér er t.d. Röskva að skipa afa sínum að bít sig í tærnar 🙂

Og Röskva ömmustelpa að leyfa ömmu að setja sig í náttföt.

Og ungarnir í smá rifrildi 🙂

Og 4 kynslóðir saman

Og já svo skelltum við okkur í cirkus í dag 🙂

Og annars er það að frétta að Röskva gubbaði aftur í gærkvöldi og Kim og ég erum ekki of hress í maganum, svo þetta er voðalegt fjör hér. Vonandi gengur þetta yfir bráðum, en ef Röskva hættir ekki að gubba svona fjórða hvern dag þá verðum við að láta kíkja á hana greyið.

Og ég er að fara á fundi mánudags, þriðjudags og miðvikudagskvöld 🙂 og á föstudaginn er rosa hátíð í skólanum hjá Mána frá 16 til 22 og á laugardaginn er svona vinnudagur í leikskólanum hjá Óliver. Á næsta sunnudag er Kim svo að fara í skírn í Köben, svo jamm. Það ætti engum að leiðast. Á morgun ætlum við að leyfa Mána að byrja í fótbolta, það verður spennandi.

Jæja. Over and out. Ást og friður.

- 2 kommentarer til Fleiri myndir

2 Replies to “Fleiri myndir”

  1. hæ ekkert smá stórt candy floss og garðurinn að verða fínn, Máni góða skemmtun í skólanum. Spennandi að fá að heyra frá því.
    kveðja ragnheiður

  2. Alltaf nóg að gera.
    Hornið í garðinum er orðið flott, nú þarf kannski að kaupa fleiri sett af garðhúsgögnum.
    Sandkassinn er algjör snilld.
    Aftur takk fyrir komuna og tíminn er svo fljótur að líða að ég verð komin í garðinn áður en ég veit af.
    Bara gangi þér vel Erla mín þessa vikuna.
    Hvenær er það aftur sem þið komið??
    kveðja mamma

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading