Á laugardaginn fórum við að heimsækja Inga um borð í Goðafoss. Rosalega fallegur dagur, skemmtileg heimsókn, fiskur og flatkökur, göngutúr, kók og you name it 🙂 Vörðurinn á höfninni ætlaði ekki að hleypa okkur inn á svæðið, sagði að það mætti ekki vera með börn yngri en 7 ára. Þá sagði Ingi bara að hann væri yfirvélstjóri og við værum að koma í mat og benti svo á Röskvu og sagði að hún væri 7 ára, bara lítil eftir aldri og svo fórum við um borð! Og hana nú, ekkert vesen!. Röskva var hæst ánægð með að vera 7 ára 🙂
gaman gaman og takk fyrir myndir
Ingi klikkar ekki í uppreisninni.
Skemmtilegur dagur hjá ykkur.
knus á alla.
Ógeðslega töff myndin af ykkur mæðgunum að labba saman!
Takk Sólrún – mér fannst hún einmitt svona smá Madonnuleg þessi mynd 😉
flott að smella slideshow beint á síðuna
kveðja moster