Jæja, enn halda góðir frídagar áfram. Í góðum félagsskap, góðu veðri og góðu skapi :-). Í morgun fórum við á Naturama með Morten, Laura og Malthe. Við tókum ekki mikið af myndum, því það var mikið að gera í að finna dýr sem stálu páskaeggi og vera í safarí. Eftir ferðina sagði Óliver: “Laura og jeg kan godt være venner, vi har haft det så hyggeligt sammen”.
Svo þegar við vorum búin að borða hádegismat fórum við í sund með Lone og hennar gengi :-). Rosalega huggulegt. Og Röskva sagði: Hvor er det dejligt at Karoline, Anton og Emma vil med os i svømmehallen.
Og svo fórum við í Kvickly að kaupa ventíla á hjólið gamla, sem Röskva gæti kannski hjólað á. Peter nágranni setti þá á fyrir okkur og pumpaði í. Svo er bara að sjá hvort dekkin haldi fram á morgun. Annars gæti mömmunni dottið í hug að fjárfesta í stelpuhjóli ;-). Og svo lá leiðin til Stefan, sem setti sumardekkin undir og lagaði ryspu fyrir mig…. ég keyrði óvart á girðinguna okkar um daginn… 😉 Óliver fékk að hjálpa og var í algeru spjallstuði.
Þegar því var lokið fórum við heim til Signe, Asger, Berthram og Stefan og grilluðum með þeim. Og ég gerði þetta fína salat sem ég lærði hjá Ane síðasta sunnudag. 🙂 Rosa huggó og ungarnir skemmtu sér vel. Og nú er þessi brilliant dagur að kvöldi komin.
Svo við erum mjög sátt og krökkunum finnst dagarnir hafi alveg verið frábærir, svo það er ennþá gaman að vera í fríi 🙂 Og ég er svo fegin að það er svona mikið af fólki í kringum mig og okkur sem er boðið og búið að aðstoða mig 🙂
- 2 kommentarer til Miðvikudagur í fríinu :-)
Engin smáafköst á einum degi og Röskva og Óliver greinilega alsæl. Maður fær bara tár í augun þau eru svo sæt.
Erla mín, maður uppsker eins og maður sáir. Þú ert góð í tengslnetinu. Greinilega dásamlegur dagur og allir dagarnir búnir að vera góðir. Stundum gott að vera gestalaus.
knus og knus amma og afi ísbjörn biður að heilsa
Hvaða fína salad er þetta?