Jæja, þá er vetrarþreytan farin að segja til sín 😉 og fjölskyldan farin að hlakka til vetrarfrísins í næstu viku 🙂 húrra!!!! Röskva sofnar á hverjum degi undir borðinu eftir æsingskast. Hún er algerlega búin á því. Í gær fór ég með alla ungana í klippingu og á myndinni fyrir neðan er Óliver nýklipptur í fínu ullarpeysunni frá Gunnu. Gott í kuldanum, því hér er kuldakast númer 2. Mikill snjór og rosalega kalt. Á 2 neðstu myndunum er Máni skólastrákur. Það er þemavika í skólanum hjá honum og bekkurinn hans er að skrifa blað. Hann er blaðamaður og valdi að skrifa um Ísland. Dúllurassinn hennar mömmu sinnar 😉
- 1 kommentar til Dúllurassarnir mínir :-)
flottir
og verður gott að komast í smá vetrarfrí
kveðja moster