Jæja, þá erum við komin heim í húsið okkar og allt gengur sinn vanagang hér. Hér hefur verið mikið stússað enda þörf á, þar sem garður og beð höfðu tekið á sig mjög natural wildness mynd 🙂 Ég meira að segja skellti mér í gróðrastöð og keypti nokkur blóm. Garðurinn hefur verið fullur af krökkum og 2 vinir ólivers komu í heimsókn í dag til hans og var hann mjög sæll með það. Hér koma smá mynda sýnishorn úr fríinu, en það var smá leiðinlegt að Kim týndi hleðslutæki myndavélarinnar á Seljanesi, svo hann var að hluta til myndavélalaus á meðan við vorum fyrir vestan í þessu fallega veðri og mín myndavél tók flestar myndir úr fókus, svo… æi! En nokkrar myndir eru hér samt og það breytir því ekki að þetta frí var geggjaðslega gott og við þökkum kærlega fyrir góða samveru, gott veður og gott yfirlæti. 🙂 Er með söknuð í maganum, en það er nú gott að maður hefur einhvers að sakna. Myndirnar eru tímalega ekki í réttri röð 😉 og nú þegar ég er að setja þær inn hér, sé ég hvað við höfum gert svakalega margt skemmtilegt. 🙂 DÁSAMLEGT 😉
Nesti borðaði í Borganesi.
Amma á fullu í sveitinni 🙂
Auðvitað borðað utandyra.
Farið í fjörurnar hjá Trausta.
Kim að skapa – klikkað flott!
Almar hress á Seljanesi.
Iðunn og Arnór sæt á Kleifó.
Fiskiaugun voru mikið stúderuð á Seljanesi 🙂
Sykurpúðar við bál í fjörunni klikka ekki.
Seljanesliðið.
Fjallganga 🙂
Morgunkaffi hjá ömmu Ingibjörgu 🙂 með fullt af fólki.
Henný í nýja eldhúsinu sínu.
Gamla gengið hittist á Skaganum með börnin. Nice!
Og við hittum Matta og Snæju með unga í Stykkishólmi í sundi 🙂
Nöfnurnar á Kleifó.
Hjá gömlu nágrönnunum. Huggó.
Og Máni náði að heimsækja Ivan vin sinn í einn dag. Gaman að þeir skuli halda vináttunni við.
Sætar systur í Húsdýragarðinum.
Kim að sjósynda á Seljanesi.
Í hádegiskaffi hjá moster og Inga.
Í nauthólsvík.
Í pottinum á Ekrunni rétt eftir lendingu 🙂
Matarboð á Skaga fyrsta kvöldið.
- 4 kommentarer til jæja – komin heim.
hæ já það var aldeilis margt gert
hafið það gott
kveðja ragnheiður
Sikke nogle dejlige billeder 🙂
Jeg hører fra Kim I har haft en skøn tur – det kan man godt se.
hewesd