Róleg helgi :-)

Ég hélt partý í vinnunni á föstudaginn og var því ekkert heima. Krakkarnir og Kim voru í góðum gír án mín ;-). Á laugardaginn rigndi og Máni og Kim skruppu að erindast og við hin 3 fórum aðeins á róló. Svo fékk mamman að leggja sig og fínerí og aðeins tekið til og svo voru bara sófahuggulegheit. Í dag var yndislegt veður, svo við fórum í göngutúr í skóginn og tókum Emmu og Karoline með 🙂

Skovtur Skovtur Skovtur Skovtur Skovtur Skovtur

Og svo buðum við nágrönnunum í hádegismat – UTANDYRA 🙂 Jibbíjei!!!!

Skovtur

Svo tókst mér nú ekki að ná krökkunum inn, en klukkan 16:30 mútaði ég Röskvu og Óliver að koma inn og fara í bað. Þau fengu hlaupbangsa fyrir 😉 Og nú vorum við Kim að koma úr bíó og næsta vika alveg að bresta á. Góðar stundir!

- 1 kommentar til Róleg helgi :-)

One Reply to “Róleg helgi :-)”

  1. það er farið að vora hjá ykkur en myndunum af dæmi gæti verð haust, sá reyndar fiðrildi að ég held.
    takk fyrir skemmtilegar myndir, hvað sáuð þið í bíó?
    kveðja moster ragnheiður

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *