Sunnudagsblogg

Laugardaginn, þegar Kim og Máni voru búnir í rollespilinu og við Röskva og Óliver búin að fara í æfingagöngutúr í Netto, komu nágrannarnir yfir til að mála á öskudagstunnuna. Við Lone erum nefnilega að plana “fastelavn” fyrir krakkana í götunum okkar. Þetta mun fara fram næsta sunnudag og núna er tunnan sem sagt klár. Svo bakaði ég vöfflurnar og það var troðið í sig. Máni lék svo við David allan daginn og hann endaði með að gista hér. Ég fór á djamm með vinkonu minni og það var rosa gaman, en mér finnst allt for mikið rugl að eyða heilum degi í að vera timbruð, þannig að það mun líða langur tími þangað til þetta verður endurtekið. Máni fór svo í dag að leika við annan bekkjarfélaga og ég fór með Óliver í sund (eftir að hafa borðað höfuðverkjatöflur og vatn í morgunmat ;-)). Það var voða huggó hjá okkur og ég lifði þetta af. Á meðan fór Kim í æfingagöngutúr með frökenina. Svo lá ég á sófanum og leyfði ungunum að horfa á sjónvarp og hanga, því ég gat ekki annað. Á meðan fór Kim að sjá svona kórakynningu á öllum kórum sem  eru í Svendborg, og ætlar hann að prófa að fara á kóræfingu á morgun. Og nú er búið að horfa á forbrydelsen og nú ætla ég að skríða uppí og byrja mitt alkóhól bindindi :). Góða nótt.

DSC04921 DSC04929 DSC04931

- 2 kommentarer til Sunnudagsblogg

2 Replies to “Sunnudagsblogg”

 1. Skrifadi a vitlausan stad, vid gamla bloggid. Thu kikir bara a that. Tunnan flott og krakkarnir spenntir. Thid eru otrulega dugleg. Gaman saman.
  Plusarnir vid jammid yfirvinna greinilega minusana. Gerist aftur og aftur.
  kvedja mamma

 2. hæ er hægt að kaupa svona fastelavnstunnur og mála á þær?
  er verið að æfa frökenina að ganga lengi og í hóp?
  sumir eru afar ánægðir með sig eftir svona daga og virðast ekki fá slæman höfuðverk því miður
  hafið það gott
  kveðja ragnheiður

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading