Þetta erum við samstarfsstöllunar, sem erum með 5.bekkina í skólanum mínum. Mjög svalar :). Lise, ég og Mette. Við fórum í dags ferðalag með ungunum (á fimmtudaginn) í fótspor söguhetja, sem maður sér á bolnum okkar. Bókin heitir Pelle Johns engle og Jesper wung sung skrifaði bókina og hann er einmitt maður Christina vinkonu minnar, og setti ég inn myndir af honum á síðasta bloggið 🙂 Fer þetta ekki að hljóma svolítið heimilislegt hérna hjá mér í Svendborg? 🙂 Og vil þar að auki benda á, að það voru drengirnir mínir í 5.bekknum, sem ákváðu að ég væri foringinn og ætti að vera í miðjunni ;-)….. ég mun ekki gleyma því og það munu mínar ágætu samstarfskonur heldur ekki 🙂 ha ha.
Hauststemming í garðinum á föstudaginn.
Á laugardagsmorguninn fórum við að mótmæla hjá skólanum hans Mána. Það eru allir svo þreyttir á að bíða eftir að skólinn verði lagaður eða byggður nýr. Við vorum líka svo heppin að komast í fréttirnar í sjónvarpinu (sérstaklega fallegt bak mitt) og var Máni hæstánægður með það :).
Samstarfsmaður minn bauð mér að fá lánaðan bíl á laugardaginn, svo við fórum í bíltúr á rólo og í göngutúr og svo í smá bíltúr, þar sem krakkarnir auðvitað fengu sér lúr… alveg búin að gleyma því, að það gerist alltaf í bíl :). Svo svæfði ég Óliver klukkan 20 og vaknaði bara ekki fyrr en Kim fór að sofa. Hann hélt að ég væri bara að hafa það kósí niðri og hann var önnum kafin við tölvuna uppi, já svona er nú frábært hjá okkur á laugardagskvöldi 🙂 ha ha. En ég hef greinilega þurft á þessu að halda, því ég svaf svo til 6:30, þegar Röskva var svo sæt að vekja mig.
Við fórum svo á bókasafnið öll saman. Eftir hádegi kom vinur hans Mána í heimsókn, en ég fór með Christinu og hennar strákum og Óliver í sund. Svo fórum við heim til þeirra í pönnsur. Máni og Andreas vinur hans höfðu það gott hér á meðan í friði og Kim bakaði brauð með þeim á báli og annað huggulegt. Svo er búið að taka vel til og svona, þvo nokkarar vélar og nú ætla ég að horfa á smá sjónvarp, þrífa baðherbergið og setja í þurrkarann. Góðar stundir.
- 5 kommentarer til kveðjur frá Erlu vanaföstu
æ gott að fá heimilislegar fréttir, ég hélt reyndar þegar ég kíkti á myndirnar að þið væruð að taka til hendinni og vinna við viðhald !!. Muggi nær vonandi ekki að veiða marga fugla, en spenntur. hafið það gott
kveðja moster ragnheiður
Vá, ég bara kemst ekki yfir það hvað þið áorkið alltaf alveg rosalega miklu bara á einni helgi. Ég skil þetta ekki…kannski eruð þið á einhverjum spes díl hjá tímaverðinum.
Þetta er flókið Erla mín að vilja hafa allt í föstum skorðum og vera vanaföst en vilja samt alltaf vera að prófa eitthvað nýtt og gera tilraunir.
Inga Lára, bara spurning um skipulag eða kannski að vakna klukkan 7:00 um helgar?????
kveðja mamma
til hamingju með litla stóra bróðir
kveðja ragmheiður
Fantastisk billede af Pelle Johns Engle (0;
(T. John skulle næsten have en t-shirt)