Komin heim til Svendborg

Jæja, miðvikudagsmorgun og ég hélt að Röskva væri algerlega komin í gírinn til að rúlla okkur inn í hversdaginn…. en nei, aldeilis ekki, því daman svaf til 8:55 og ég átti að vera komin með hana til dagmömmunar klukkan 9…. en við hringdum og létum vita og þetta hafðist allt. Hún var þó ekki mjög sátt við að vera skilin eftir, sú stutta. Þegar ég var búin að skila henni, fór ég heim og vakti Óliver sem steinsvaf :), smurði nestið og skilaði honum í leikskólann. Hann var glaður að fara af stað og þvílíkar móttökur sem hann fékk frá strákunum á deildinni hans. Þeir réðu sér ekki fyrir kæti og einn vina hans faðmaði hann og klappaði honum alveg uppúr og ofan. Mjög sætt og gaman að sjá þennan gaurahóp saman aftur.

Máni hinsvegar hefur verið að leika sér við Emmu og Anton (sem búa fyrir aftan okkur) síðan hann kom heim og fékk að gista þar í nótt. Og þau buðu honum með á ströndina í dag, svo hann fer ekki á frístundaheimilið fyrr en á morgun. Ég reikna heldur ekki með því að það verði nokkuð mál, því hann hlakkar bara til.

Við Kim ætlum í bæin og útrétta það sem aldrei er tími til að gera, þegar hversdagur fer að rúlla fyrir alvöru :). Svo kemur frændi hans Kim, konan hans og barn í heimsókn seinna í dag og ætla að gista þangað til á morgun. Huggulegt.

Annars gekk ferðin bara vel hingað heim og búið að þvo þvottinn, taka allt upp úr töskunum, versla og svona. Búið að slá garðinn, hreinsa beðið, setja upp nýja sturtustöng og búa til eldhúskrók fyrir Röskvu. Og svo erum við að spá í að fara að leggja flísar eftir að hafa séð alla þessa fínu garða á Íslandi.

Jæja, komið nóg í bili, hafið það gott í dag. Hér er þvílík sól – vona að hún sé líka að skína á Ísland 🙂 E

- 1 kommentar til Komin heim til Svendborg

One Reply to “Komin heim til Svendborg”

 1. gaman að heyra að allir eru glaðir og kátir
  alltaf gott að koma heim
  hafið það gott smásól og hiti hér
  er að fara að borga reikninga
  ekki eins skemmtilegt
  kveðja ragnheiður

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *