Og meira af helginni og ungunum :)

Verð að sýna ykkur þessa mynd, sem ég tók þegar ég, Röskva og Óliver vorum í útgáfupartýi. Sören sem ég kenni með er í svona hljómsveit sem syngur bara um dýr og gefur út barnaplötur. Þeir voru sem sagt að gefa út plötu og við fórum í útgáfuteitið. Röskva átti að fara í kjól, en fann þessar líka flottu spiderman buxur inni í skáp og var harðákveðinn að fara í þeim….. og maður deilir ekki við dómarann ef maður kemst hjá því :). Svona ca. 3 mínútum eftir að við vorum komin voru þau sest með sluch- ice (fagurblátt), popp og pulsuhorn í þvílíkum fíling.

Gott að mamman fékk hvítvín og sushi. Og þetta er Sören sem bauð okkur 🙂

Óliver er í fasanum að elska allt og alla og það er algert æði. Svo er hann nú sniðugur að fá hlutina sem oftast svona eins og hann vill hafa þá. T.d. í kvöldmatnum í kvöld. Þá vildi hann fá ís, en það myndi kosta að hann yrði að borða 4 pasta. Þeim tróð hann í munninn, fór út að ná sér í ís…. kom inn í eldhús og skyrpti pastanu í ruslið og sagðist aðeins hafa orðið að gubba…. win win :).

Hér er hann 🙂

Máni stendur sig eins og hetja í fótboltanum, hann er kannski aðeins of fair…. með svo gott hjarta strákurinn. Enda sögðu þær í foreldraviðtalinu að hann gæti leikið við alla og þær vildu alls ekki missa hann úr bekknum, því hann er svo frábær strákur. Sérstaklega félagslega. Og ótrúlega góður við systur sína… og það er kóngurinn reyndar líka.

- 4 kommentarer til Og meira af helginni og ungunum :)

4 Replies to “Og meira af helginni og ungunum :)”

  1. sæl huggluleg fjölskylda og alltaf nóg að gera
    hengirúmið aldeilis flott
    kveðja rangheiður
    Olli efnilegur e-ð

Skriv et svar til mamma Annuller svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *