jól jól

Jólahelgin mikla. Mamma og Sveinn í heimsókn og má eiginlega segja að þau hafi komið með jólastemminguna með sér frá Íslandi. Mikið var það nú brilliant. Jólaljósin komin upp, jólaskrautið og kökur í dúnkum. MMM.

Og hvernig gang hlutirnir annars fyrir sig hér í þessum jólamánuði 2008? Jú ákkúrat í dag hefur dagurinn verið ok. Við erum loksins búin að taka jólamyndina í ár. Fyrir það fyrirtæki drakk mamman 1 öl, pabbinn einn stærri og Röskva borðaði kerti, svo við vorum alveg tilbúin í tuskið. Alveg örugglega frábær útkoma. Svo er fylgst med jóladagatalinu klukkan 19:30 áður en þreyttir hausar leggjast á koddann. Íslensku jólasveinarnir ætla svo að leggja leið sína hér um og setja í skóinn hjá systkinunum, svo það verður eflaust mikill spenningur í kringum það.

Og jú, ég er þakklát. Og afar þakklát. Fyrir okkar góðu heilsu og fyrir allt það sem maður getur verið þakklátur fyrir. Samt sem áður er ég að kafna í hversdegi núna. Óliver er búin að taka þvílík tryllingsköst á hverjum degi í u.þ.b. 3 vikur og samkomulag bræðranna hefur verið betra, svo ég segi það nú bara milt. Það er því stundum ansi mikið álag að vera heima á milli 16 og 19:30 á meðan allir eru vakandi og í stuði. Ég veit ekki hvað Óliver er að ganga í gegnum, en ég vona að því fari að ljúka. (Ráð óskast ekki). En þessi skrýtna stemming, gerir það að verkum að ég hálf kvíði fyrir jólafríinu. 2 vikur. Allir saman gaman. Uss. Verður spennandi að sjá. En það er stundum ágætis hvíld að fara í vinnuna. 🙂

Jæja nóg af kvarti og nóg að gera, svo ég sný mér að næsta verkefni.

Góðar stundir.

- 4 kommentarer til jól jól

4 Replies to “jól jól”

 1. hæ hæ og gleðilega aðventu.
  takk fyrir skemmtilegar myndir
  vantar suma ekki bara að komast í heimsókn.
  hafðið það gott
  kveðja ragnheiður

 2. Þetta er greinilega eitthvað “næstum því 4 ára” tímabil því hún Hekla er líka búin að láta svona upp á síðkastið. Ég vona líka innilega að því fari að ljúka!

  Annars erum við bara í jólastemmingu hérna megin.

  Bestu kveðjur,
  Heiðrún

 3. Hæ hæ.

  Ég hef ekki getað kommentað svo lengi – veit ekki hvað þetta var, en nú er ég búin að finna leið. Vei!

  Takk fyrir skemmtilegar myndir. Húsið ykkar er svo yndislega fallegt í jólabúningnum og svo mikil jólastemning á myndunum. Freyja talar alltaf af og til um Óliver sinn og við skoðum myndirnar hér. Hún talar alltaf um “Óliver hans Mána” (en hún á annan vin á leikskólanum sem heitir líka Óliver og þannig greinir hún þá í sundur). Ísak hlakkar líka til að hitta Mána og krakkana einn daginn, þeim finnst líka gaman að fylgjast með Röskvu og hvað hún er orðin stór.

  Söknum ykkar.

  Bryndís og við öll

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading