Á Jótlandi

Komin til tengdó í Ebeltoft. Börnin sofnuð og við að springa eftir julefrokost dagsins. Alvöru danskt með síld, kálfasultu, skinku og alles. Ég gleymdi hleðslutækinu mínu, svo það er ekkert hægt að hringja í okkur þessa dagana. Verðum komin til Lars eftir hádegi 28.des. þar sem hann heldur jólaboð fyrir sín börn. 

Og eins og ungarnir mínur voru eitthvað að springa á limminu fyrstu 3 vikurnar í desember eru þau búin að vera yndisleg í fríinu. Kannski þurftu þau bara svona á fríi að halda. 🙂 Allaveganna eru þau alveg frábær. Stóðu sig svona líka vel í jólaboðinu í dag og voru eins og englar. Óliver kallaði að vísu pabba sinn hálfvita í kvöld, og pabbi hans lét hann vinsamlegast vita að svona talaði maður ekki. Þá vitnaði sonurinn í vin sinn í leikskólanum, sem talar svona og þá kom stóri bróðir við sögu og sagði Máni honum að maður talaði ekki svona í okkar fjölskyldu, þar væru aðrar reglur.  

Og svo vorum við að ríma áðan og Röskva elskar pöskva, Máni elskar fáni os.frv. og svo sagði Máni: Óliver elskar bóliver… og þá varð Óliver súr og sagði: Nei ég elska mamma mín. 🙂 

En mikið er ég komin með nóg af svona ferðalögum í bili. Ég á eftir að verða alger leiðindaskjóða sem nennir ekki að fara að heiman. Kannski er kvótin bara búin í bili, enda við búin að druslast um með ungana í 6 ár. Og kannski er það bara allt í lagi, þ.e. að vera heima hjá sér, þangað til að löngunin til ferðalaga springur aftur út :). Segi nú svona. 

Jæja hafið það rosa gott, Erla

- 2 kommentarer til Á Jótlandi

2 Replies to “Á Jótlandi”

 1. hæ gott að heyra að allir hafa það gott
  mamma þín og Sveinn og afi þinn voru í lamblæri.
  Inga kom líka en Raggi var á vaktinni.

  þau voru að rúlla heim á Skagann afi þinn gistir og fer heim á morgun. Ingi er að fara að vinna og ég er að vinna um helgina

  kveðja frá ragnheiði og inga pinga

 2. Eru þau ekki bara dúllur og Óliver elskar mamma sín alltaf mest.
  Skemmtilegt. Nú fer ég að taka fram svörtu bókina og bæta við pistlum.
  Þarf að send þér bók sem ég fékk í jólagjöf og heitir “Húsið” gæti komið þér á sporið með að skrifa. Skemmtilegar myndir um hversdagslega hluti. Sendi þér eina mynd sem heitir Gleði.

  Gleði
  Það er partý í forstofuherberginu. Þangað streyma hlæjandi ungmeyjar með ótrúlega mikinn farangur og forstofan fyllist hratt.
  Taktföst tónlist berst um húsið og ilmvatnslykt svífur inn í eldhús. Það er ekki nokkur leið að komast á klósettið, bæði baðherbergin eru stöðugt upptekin og glimmerslóðin liggur niður stigann. Það er hársprey í loftinu löngu eftir að þær eru farnar á balli.

  kveðja mamma

  P.S. Og nú er bara að byrja………………..

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading