tungumálabreytingar

Þá er best að fara að blogga á íslensku aftur, núna þegar tilveran er í kössum á leið til Danaveldis. Ég er frekar lúin þessa dagana og leið inn á milli. Hef ekki þolað kveðjustundir síðan ég flutti út fyrst fyrir ca. 11 árum, og núna eru þessar kveðjustundir endalausar. Tekur á grátkirtlana, en ég reyni eftir fremsta megni að taka mig saman í andlitinu, svo ég verði ekki of þrútin og bólgin á Kóatíu :). Við erum búin að vera ótrúlega dugleg að pakka og standa í allskonar praktísku veseni og höfum svo líka reynt að fara á kaffihús, fara út að hjóla með krakkana og svona, svo dagarnir verði ekki of leiðigjarnir. Strákunum finnst ekki mikið varið í heimili okkar þessa dagana, en þeir virðast svona nokkurn vegin ætla að halda sínu striki.  í gær þegar ég lá í örlitla stund á sófanum og var svona svolítið búin áþví, þá spurði Máni mig hvað væri að. Ég svaraði að mér væri illt í maganum, því það er svo auðvelt fyrir börn að skilja að maður sé ekki vel upplagður, sé manni illt í maganum. Þá sagði dúllan: “heldurðu að þú þurfir ekki bara að borða eða kúka”….. Það er lausn við öllu og lausnin mín er líka í sjónmáli, því aðfaranótt sunnudags mun ég sitja í flugvél á leið í frí 🙂

- 2 kommentarer til tungumálabreytingar

2 Replies to “tungumálabreytingar”

  1. Góð lausn vil öllum vandamálum, að borða eða kúka! Þar með lýkur tungumálakennslu minni í dönsku, held að ég hafi lært fullt á því að lesa bloggið ykkar. Vonandi hafið þið það huggulegt í fríinu!

Skriv et svar til Ragnheiður Annuller svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *