Sunnudagsblogg

Jæja, enn ein helgin liðin. Og hér nokkrar myndir. Síðasta mánudag fórum við mæðgurnar í verslunarleiðangur í Kvikcly. Aðalamálið var að skifta 2 buxum sem mamman hafði leyft sér að kaupa án dömunar og hún Röskva mín sagði bara pent: “nei, mamma, mig langar ekki í þessar buxur” og ég reyndi: “nú jæja, mamma fer þá bara með buxurnar í búðina aftur” og hún svaraði: “já gerðu það!!”. Svo ég tók engan sjéns og tók hana með og hún valdi þetta sett í staðinn. Hefur svo farið í það einu sinni…. 😉

2011-02-07 001

Svo varð hún lasin á fimmtudagskvöldið (þá eru þau öll búin að taka sína törn ;-)) svo við vorum heima á föstudaginn. Og bökuðum þessa köku. Og kökuna fyrir neðan, þar sem við fórum í matarboð fjölskyldan í gærkvöldi til Frank og Louise.

2011-02-12 0022011-02-12 0012011-02-13 0032011-02-13 001

Siðustu myndirnar eru teknar á Naturama, þar sem ég var með ungana í dag á meðan Kim kláraði að mála. Nú erum við búin að mála alla efri hæðina og bíðum bara eftir gólfefninu og þegar það kemur ætlar Kim að vera handy og leggja gólfið og þá getum við flutt inn uppi aftur 🙂 Þetta verður voða fínt og bjart. Svolítið pent, en það er kannski bara sniðugt. Jæja, góðar stundir, Erla

- 2 kommentarer til Sunnudagsblogg

2 Replies to “Sunnudagsblogg”

  1. hæ ákveðin dama, er það ekki hið besta mál
    fá að velja sjálf
    flottar kökur og verður gaman að gista á loftinu
    reyndar ekki alveg strax
    kveðja ragnheiður

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading