Janúar, Janúar, Janúar.

Jæja, þá er Janúar almennilega komin í gang. Óliver var lasin í vikunni. Var heima með pabba þriðjudag og mömmu miðvikudag. Við bökuðum þessar fínu kökur 🙂

DSC00248

Svo erum við búin að pakka öllu dótinu í stofunni uppi í kasse og setja á mitt gólfið og gera klárt til að við getum málað stofuna uppi. Hún á að vera hvít. Það byrjaði eiginlega þannig að þegar við komum heim eftir jólafríið og tókum jólatréð niður, þá langaði okkur ekkert að koma stofunni í samt horf aftur, því teppið er orðið svo mjög ógðslegt. Og er hægt að skifta á gólfinu án þess að mála veggina fyrst? Ég bara spyr? Nei það er mjög mjög óskynsamlegt. 🙂 Þess vegna erum við núna með litla stofu hérna niðri og Kim er búin að færa tölvuna sína inn í gestaherbergið. Og svo er meiningin að þetta eigi ekki að stressa okkur neitt svakalega en bara vera svona verkefni sem við getum gripið í  öðru hverju :-). Nú þurfum við bara að panta málinguna og svo er allt klárt til að koma sér í gang.

DSC00250

Hér er ungfrúin að spila við mömmu sína. Hún er í miklu spilastuði þessa dagana. Hún er er SVINDL meistari aldarinnar. Ef maður spilar spil, þar sem á að kasta tening, þá getur hún haldið því fram að þegar kemur að henni megi hún gera tvisvar og þannig séu reglurnar. Og hún er meistari í að leggja teninginn niður á borðið, þannig að sú hlið er upp, sem hana ákkúrat vantar. Og ef ég vinn t.d. lotto sem við erum að spila hér á myndinni, þá flýtir hún sér að klára sitt spjald og þá unnum við báðar. Mjög hentugt 🙂 Ég skemmti mér mjög vel við þessa iðju með dóttur minni og mér er hugsað til sumra systkina minna í leiðinni… nefni engin nöfn ;-). Og NEI HÚN HEFUR ÞETTA SKO EKKI FRÁ MÉR 😉 ha ha.

Strákarnir eru í góðum gír. Skólamál Mána eru að skýrast. Bráðum fáum við að vita í hvaða skóla hann á að fara í haust, þar sem það á að loka skólanum hans. Óliver er bara hress nema honum finnst svona hlutir þar sem maður á t.d. að sitja í hring og spjalla og syngja í leiskólanum mjög langdregnir 😉 Það verður spennandi fyrir hann að byrja í skóla í haust 🙂 Máni leikur og leikur við hina gaurana í bekknum, þeir gista saman um helgar og hafa það voða kósý.

Um næstu helgi förum við til Köben. Kim er að fara að keppa í DM i ljóðaslammi á föstudeginum og á laugardeginum höldum við Janúar afmæli fyrir afmælisbörn fjölskyldunnar. En Lars, Kim, Louise, Óliver og Liva eiga öll afmæli í Janúar.

Á eftir er ég að fara til Vordingborgar að heimsækja Rikke vinkonu mína og á morgun kíki ég á Stine, sem býr á sama stað. Hugguelgt.

Svo eins og sést hér er nóg um að vera á Mellemvej.

Ást og friður, Erla

- 1 kommentar til Janúar, Janúar, Janúar.

One Reply to “Janúar, Janúar, Janúar.”

  1. byrjar nafnið á I.
    sniðugt að hafa svona fjölskylduafmælisdag
    gangi vel með stofuna horfi hér á veggi og sé að það er orðið ansi langt síðan var málað í Hellulandinu

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading