Þriðjudagsblogg sökum annríkis.

Um helgina voru ungarnir og ég hér heima á meðan Kim sá og sigraði í slamm heiminum. Við áttum afar huggulega helgi og enduðum sunnudaginn á Christiansminde með Signe, Asger og Berthram. Kim kom svo og hitti okkur þar, þegar han kom heim.

DSC00241 DSC00242

Annars er hversdagurinn bara á fullu og ég hef notað tölverðan tíma í að íhuga, hvort það geti verið rétt að það sé svona mikið að gera og að tíminn líði svo hratt og að það sé svona mikill þvottur af einni fjölskyldu og … og… og 😉 Þegar ég kemst að niðurstöðu læt ég ykkur vita. !. Allaveganna er allt komið á fullt og litla daman nú orðin stór leikskóladama og því eru nestisboxin líka fleiri.

DSC00245

Hér er Máni að fylla út töskumerki sem hann fékk sent.

DSC00246 DSC00247

Og Óliver kom heim af leikskólanum með þessa mynd og ætlar að klára að lita hana seinna. Var að spá í að senda hana til moster, en það er ekki víst að það muni heppnast 😉 En njótið myndarinnar af myndinni.

DSC00248

Röskva er orðin mjög ákveðin á morgnana og vill fá dót í hárið og svona og gera sig tilbúna fyrir leikskóladaginn. Hún rekur á eftir Óliver ef hann er að drolla. Svo er hún auðvitað algerlega búin á því þegar hún kemur heim og krefst mikils kærleiks og þolinmæði þangað til hún fer í bælið 🙂

DSC00250

Kim og Óliver týndu brómber og ætla að gera sultu. Sökum annríkis er það á dagskrá í næstu viku…..

DSC00251

Þreytta konan með baugana…. samt enn rosalega sæt ;-)… ha ha.

DSC00253

Svo áttu strákarnir að byrja í sundskóla í dag og ég fór með alla ungana af stað (Kim var á fundi) og svo hafði ég miskilið eitthvað og við áttum að koma hálf sex en ekki sex. Og jamm, nú jæja við byrjum bara næsta þriðjudag.!

DSC00254

Og svo hefur okkur tekist að fá nýja barnapíu, sú gamla flutti til Köben. Hún passaði fyrir okkur í kvöld og við skelltum okkur í bíó. Sáum danska mynd “Hævnen” – rosalega góð, en svakaleg. En ég ætla að reyna að sofna samt sem áður.

Góðar stundir! E

- 2 kommentarer til Þriðjudagsblogg sökum annríkis.

2 Replies to “Þriðjudagsblogg sökum annríkis.”

  1. Gaman að vera sú fyrsta sem skilur eftir komment. Ég skil heldur ekki alveg hvernig þú ferð að því að gera allt sem þú gerir, í alvörunni ég skil það ekki. Og samt að passa uppá að fara líka í bíó og solleiðis. Respect man! Mig langar ótrúlega að kíkja í heimsókn til ykkar, ohh hvað ég vildi að við gætum bara hoppað uppí bíl og kíkt til ykkar um helgina… Peace from Brooklyn!

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading