Síðasta bloggið mitt sem 33 ára kona. Hmmmm. 🙂
Hér er ég á Leonard Cohen tónleikum, sem haldnir voru í gær. 🙂 Fékk þennan miða í afmælisgjöf frá Kim. Bestu tónleikar sem haldnir hafa verið – ég hef bara aldrei upplifað aðra eins stemmingu. MMMMMM.
Og ef vel er að gáð stendur Cohen á miðju sviðinu 🙂
Og annars er það að frétta að ég fór með Óliver til lappalæknis á fimmtudaginn, því vinstri löppin er styttri en sú hægri. En það kemur ekki að sök og á hann að koma aftur eftir ár, til að athuga hvort bilið hefur aukist. Við nýttum ferðina til Odense og skruppum á Jensens buffhús við tvö og höfðum það huggulegt.
Í dag skruppum við í smá krabba veiðiferð með ungunum okkar og nágrannanna.
Og svo voru myndir frá Íslandi á símanum mínum. Eins og þessi mynd af flottum frændum 🙂
Og þessi mynd af Röskvu sem sofnaði svona alveg útkeyrð 😉
Annars erum við enn að máta okkur í hversdaginn. Ungarnir þurfa að venjast því að við erum ekki lengur í fríi og mamma og pabbi þurfa að versla, þvo, elda og vinna líka…… það tekur aðeins á 😉 Svo erum við að æfa okkur í að eiga bíl og þurfum kannski líka að skilja það að þó við eigum bíl, þá ber okkur ekki skylda til að vera á ferðinni 😉
Og ég er búin að bjóða 30 manns í grill á morgun, uppi í skóla. Ákvað að reyna að safna samen einhverju liði og halda upp á daginn. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður verður 34 ára 🙂
Góðar stundir.
- 1 kommentar til Sunnudagur enn á ný og í fréttum er þetta helst :-)
hæ gaman að þetta voru fínir tónleikar og hafið það gott á morgun
kveðja rangnheiður