Sunnudagsblogg.

Við byrjum bara á síðustu helgi :-). Þá fórum við til Bjerreby i mat til Louise og Frank vina okkar. Fengum góðan mat og krakkarnir voru med svakalega flotta sýningu fyrir okkur í garðinum 😉 Það endaði með því að strákarnir fengu að gista.

DSC00015

Hér er heimatilbúið ródeó.

DSC00019

Og á sunnudeginum lögðum við í ferðalag að hitta Inga í Fredericia. Hér erum við í lestinni.

DSC05716

Og á göngu um bæinn.

DSC05720

DSC00040

Og við fengum íslenskt lamb í kvöldmat og átum á okkur gat – gjörsamlega brilliant.

Svo fór ég í skólaferðalag þriðjudag til fimmtudags. Hér erum við Lise í dómkirkjuturninum í Ribe.

DSC00064

Þegar ég kom heim var Kim búin að plana siglingu og grill með nágrönnunum, svo við fórum til Thurö. (vorum með bíl í láni).

DSC00073 DSC00077

Og í gær fór ég í sumarbústað með Óliver, Röskvu, Mána, Alex (vinur Mána), Signe, Asger og Berthram. Rosa huggulegt. Við skruppum á ströndina og grilluðum svo í bústaðnum.

DSC00083 DSC00087

Fröken smart 🙂

DSC05759 DSC05766

Erla og Signe rétt fyrir miðnætti.

DSC00089

Svo kom bedstefar í heimsókn í dag – húrra 🙂 allir glaðir að sjá hann.

DSC00095 DSC05790

Og annars er sumarið að koma í garðinn. Og sko… jarðaberin mín 🙂

DSC05786 DSC05752

- 2 kommentarer til Sunnudagsblogg.

2 Replies to “Sunnudagsblogg.”

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading