Enn ein helgin liðin :-)

Þá er sunnudagskvöld. þetta er búin að vera mjög viðburðarrík helgi hjá fjölskyldunni minni á Íslandi og þá er nú alltaf hálf fúlt að sitja hér, þó það sé auðvitað gott og blessað að vera með ykkur í anda. Við áttum að fara til Köben í garðveislu á föstudaginn, en henni var frestað sökum rigningar, svo ákváðum að chilla 😉 Fórum í sund í gærmorgun, þar sem Máni hitti bekkjarsystur sína, fór með henni heim að leika – þau hjóluðu um hverfið með nokkrum öðrum úr bekknum og hann endaði með að gista og vera í allan dag. Við komum svo öll fjölskyldan að ná í hann, því það var huggudgagur fyrir foreldraráðið einmitt hjá þessari fjölskyldu. Óliver fór að leika við Asger eftir sundið og Asger endaði með því að gista hér og mamma hans og litli bróðir borðuðu kvöldmat og komu svo með brauð úr bakarínu að sækja gaurinn í morgun. Og nú ætla ég að skríða upp í sófa, vorkenna mér smá, borða popp og fara svo að sofa 🙂 Næsta vika verður á fullu með grillskemmtunum hér og þar og svo kemur mamma jú í lok vikunnar og allir bíða spenntir eftir því :-). Ég tók engar myndir, en svona til að hressa færsluna við birti ég þessa handa ykkur ;-). Góða nótt!

Christina, Erla og Marianne 🙂 (5 km. 28 mínútur og 57 sekúndur) 🙂

DSC05797

- Ingen kommentarer til Enn ein helgin liðin :-)

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading