Ragnheiður komin og Kim farinn.

á Miðvikudagskvöldið komu gestir og Kim fékk far til Köben. Huggulegt hjá okkur, en hann er nú ekki alltaf kvaddur með svona veislu gamli kallinn! 😉

DSC05556

Á fimmtudagsmorgni komu svo Asger – vinur hans Ólivers, litli bróðir hans og mamman – vinkona mín og fengu sér morgunkaffi og Asger varð svo eftir að leika.

DSC05558 DSC05564

Máni fékk Andreas og Johnny í heimsókn, svo það voru 5 gaurar og ein prinsessa í garðinum 🙂 Ég stóð mig vel, bakaði muffins og hitaði kaffi fyrir sækjandi mæður og var voðalega mömmuleg 😉

DSC05567

Svo kom Ragnheiður 🙂 Húrra! og í töskunni leyndust þessi flottu sumarföt frá afa og ömmu í Ekrunni. 🙂 Takk fyrir þetta.

DSC05570 DSC05573 DSC05572

Kjúklingur í kvöldmatinn.

DSC05574

Í dag var líka frí, svo ég fór og náði í bíl, sem við leigðum og við fórum í “den fynske landsby” sem er svona svolítið eins og Árbæjarsafn. Og keyrðum svo í Smörmosen á Thurö og fengum okkur ís og kaffi þar og lékum okkur.

DSC05578

Við Ragnheiður vorum svo að horfa á eina bíómynd og nú kallar bælið. Góðar stundir.

- 1 kommentar til Ragnheiður komin og Kim farinn.

One Reply to “Ragnheiður komin og Kim farinn.”

  1. Þau eru bara flott í nýju sumarfötunum. Þú ert duglegust Erla mín, muffins eða ekki muffins.
    Gæti vel hugsað mér að sitja með ykkur í kaffi en það er nú ekki langt þangað til að ég kem.

    mamma

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading