Laugardagsblogg – smá bónus ;-)

Jæja – hér er huggulegur laugardagsmorgun í gangi. Við erum að bíða eftir að vekja Kim, því hann og Máni eru að fara í “rollespil” í skólanum hans Mána, eins og þeir haf gert nokkra laugardaga í vetur. Máni elskar að búa til vopn, skikkjur, skjöld osfrv. og hlakkar til alla vikuna þegar að þessu kemur.

Röska fór til dagmömmunnar síðasta þriðjudag og búin að vera út vikuna. Dagmamman er frekar þreytt á því hvað daman er löt að labba og þrjósk. Mér sjálfri finnst nokkuð aðdáunarvert hvað dóttir mín er viljaföst og hvað henni er lítið í mun að gera öðrum til geðs. Ég ætla ekki að reyna að ala þetta úr henni!!! En er farin að hlakka til að hún komist í leikskóla, svo ég þurfi ekki að hlusta á þetta “kvart” yfir henni 😉

Óliver var með hita þegar ég sótti hann á miðvikudaginn, svo við tvö vorum heima á fimmtudaginn. Hann varð strax hressari.

Svo er allt í Svendborg ennþá, en ég hjólaði í gær 🙂 framför.

DSC04895 DSC04898

Á miðvikudagskvöldið varð tvöföldun á börnum hér og þetta endað með smá barnapartýkvöldmat 🙂 huggulegt.

DSC04904

Óliver vildi að ég málaði hann eins og vampíru, þegar hann var heima lasinn. Skil ekki af hverju ég varð ekki sminka 😉

DSC04906

Á fimmtudaginn urðu smá pósur við kvöldmatarborðið. 🙂 Kim var að vinna fram á kvöld og ég að fara í 2 foreldraviðtöl, svo Lærke kom og passaði. Gertie vinkona fékk mig svo með sér að hlusta á jazz, svo þetta varð hið besta kvöld.

DSC04907 DSC04908

Í gær prófaði ég Römertoph pottinn í fyrsta sinn 🙂 og á eftir að nota hann mikið. Brilliant uppfinning og góður matur! Eftir mat og bað á ungum og svona fór ég í leikhús með 2 vinkonum hér og í kvöld er ég aftur á leið út. Mjög kúltúrall og aktív helgi hjá húsmóðurinni. Og í dag ætlum við líka að hitta nágrannana eitthvað og mála tunnuna fyrir “fastelavn”, ætli maður baki þá ekki vöfflur 🙂 ha ha. Í næstu viku er Kim að fara að kenna ljóðaslamm á sjálandi, svo ég verð ein með ungana miðvikudag til laugardag. Alltaf nóg að gera og svo styttist í Möltu 🙂

DSC04916

Jæja læt þetta duga í bili. Góðar stundir. Erla

- 1 kommentar til Laugardagsblogg – smá bónus ;-)

One Reply to “Laugardagsblogg – smá bónus ;-)”

  1. Sit herna med kaffibolla og klukkan er 9:07. Vesteinn kemur at saekja mig a eftir og eg verd med honum i skolanum i dag. Her snjoar og snjoar og eg veit ekki hvort at eg kemst heima morgun, Vaeri gaman at vera vedurteft i Ameriku eda kannski ekki. Alltaf nog at gera hja ykkur. Myndirnar af krokkunum saman er aedisleg. Gott fyrir Kim at komast i kor????
    kvedja mamma

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading