Á föstudginn skrapp ég til Rikke, vinkonu minnar í Vordingborg. Ég fór beint eftir vinnu og við löbbuðum svo í gegnum bæinn, þegar ég kom og fórum svo heim, drukkum hvítvín, kjöftuðum og borðuðum fisk. Á laugardeginum fórum við í langan göngutúr og ég tók svo lestina seinnipartinn og var komin heim um 19 leytið, svo ég náði að horfa á krakka-eurovision norðurlandanna með Mána :).
Á sunnudeginum voru bakaðar piparkökur (en ætlum að skreyta þær næstu helgi). Kim var búin að gera deigið tilbúið daginn áður og allt klárt.
Svo vorum við viðstödd skírna Iðunnar Ásbjargar í gegnum skype og Erla móða fékk meira að segja að vera vottur 🙂 húrra!!!
Og svo kom Henný loksins :). Með jólagjafir, flatkökur og svona ýmislegt gott. Við höfðum það huggulegt og svo í dag fórum við í bæinn og keyptum jólagjafir (til að pakka í töskuna og senda heim), fengum okkur hádegismat og röltum um.
Amma Sólveig var búin að prjóna þessar flottu húfur á krakkana og Óliver var hæst ánægður með sína og var ákveðin í að fara með hana á leikskólann, svo hún hlýjaði honum í dag 🙂 Takk amma.
Máni er líka rosa gæjalegur og sætur með sína húfu 🙂
Og sá sem vann barna evróvision norðurlandann heitir Ulrik og er sænskur. Hér er Máni að þykjast vera hann (þ.e. pabbi hann var að dressa hann upp).
Her giver Máni den gas, som Ulrik (ham fra Sverige, der vant MGP) 🙂
- 2 kommentarer til Mánudagsblogg :)
hæ og loksins takk
hélt þú væri að fara til Vordingborgar næstkomandi helgi
þetti hefur eins og þú sagðir aldeilis verið vinkonuhelgi og margt að gerast, gaman að geta fylgst með skírninni. húfurnar ekkert smáflottar og Máni mikill töffari. bíð spennt eftir piparkökumyndum
kveðja moster ragnheiður
Gott Erla mín hvað þú ert dugleg núna að hugsa um sjálfa þig og gera eitthvað sem þér finnst skemmtilegt.
kveðja mamma