Fimmtudagsblogg, hvað er í gangi?

Jæja, þá er Kim búin að vera á sjálandi að kenna ljóðaslamm og fleira þessa vikuna. Ég hef sem sagt verið einstæð móðir með mína unga og með þriðjudag með íþróttamóti með 80 nemendur frá skólanum, miðvikudag með fundum til klukkan 16 og fimmtudag með foreldraviðtölum til 20:00 🙂 Góð vika sem sagt. Eeeeennn með góðri hjálp hefur þetta allt gengið mjög vel og eiginlega ótrúlegt að það sé föstudagur á morgun. Til hjálpar hafa komið 2 barnapíur, einn nágranni og ein vinkona. Núna sefur Máni hjá Ölmu, og pabbi hennar vinnur í skólanum hans Mána, svo þeir verða samferða á morgun. Svo var mér allt í einu lánaður bíll áðan, svo ég get skutlað Óliver á leikskólann á morgun :). Haldið að það sé lúxus. Á morgun kemur tengdó, Hella, um fjögurleytið og pabbi Kim kemur heim um 18 leytið. Svo er allri fjölskyldunni boðið í afmæli til Antons nágranna klukkan 18, svo það er til mikils að hlakka á morgun :). Ég hugsaði með mér eftir þessa vikuna og eftir að hafa skipulagt keyrslu í einkabílum með mína 80 nemendur á íþróttamótið, að ég gæti algerlega tekið að mér að vera einskonar logistikstjóri/skipulagsstjór í svona minna fyrirtæki… með eins og 10.000 starfsmönnum ;-).  En jú. Það gengur vel í vinnunni, þó það sé mikið að gera og ég er nýbúin að hengja upp flott stærðfræðiverkefni sem ég gerði með 6.bekknum mínum og þið getið algerlega beðið spennt eftir myndum….. Chrstina og ég skipulögðum svona “fællesspisning” fyrir starfsmenn, börn þeirra, menn, konur osfrv. á mánudaginn. Það koma 28 fullorðnir og 28 börn, svo það verður fjör. Gaman að skipuleggja eitthvað svona, þegar svona vel er tekið í þetta. Svo síðustu helgina í nóvember er ég að fara og heimsækja vinkonu mín í Vordingborg og ég fer ALEIN!!!!!!! og svo kemur Henný á sunnudeginum og ég verð í fríi á mánudeginum, svo það verður sko tekið á því í vinkonuræktinni 🙂 húrra!!!! Krakkarnir eru í góðum gír. Röskva er búin að uppgötva Pingo og vill horfa á hann öllum stundum. Máni er orðin svo stór og les bækur fyrir okkur á kvöldin. Óliver hefur ennþá örlítið dramatíska takta, en þegar allt er eftir hans höfði er hann glaðasti maður jarðarinnar 🙂 Hann klæðir sig sjálfur á morgnana og söng svo fallega fyrir mig í gær, þegar ég sótti hann, að það hætti að rigna :). jæja, best að fara að koma sér í bælið. Góðar stundir, frú E.

- 3 kommentarer til Fimmtudagsblogg, hvað er í gangi?

3 Replies to “Fimmtudagsblogg, hvað er í gangi?”

  1. Ég er að ná upp mjöööög langri lestrarpásu, því ég er búin að vera tölvulaus í margar vikur (út af verkefna- og prófatörn hjá Jürgen). Alein um (miðja) nótt :S

    Börnin okkar eru svo lík :), stóru strákarnir svo ábyrgir og samviskusamir og klárir, miðbörnin okkar svo ákveðin og dugleg og klár og sjálfstæð… ánægð þegar allt er gert eftir þeirra höfði haha … ok ekki kannski alveg hægt að bera litlu stelpurnar saman – allavega ekki strax. Marta er enn pollróleg á kantinum, reyndar farin að skríða og aðeins að byrja að standa upp (10 mánaða), en fær kannski ekki mestu athyglina á heimilinu :).

    Þú ert ofurkona Erla – veistu það?

    Knús
    Bryndís

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading