Jæja, þá er fríið búið í bili og Kim og ég erum alveg úrvinda eftir að vera byrjuð að vinna aftur. Í gær keypti ég súkkulaði köku á leiðinni heim og í dag kom Kim með flögupoka… bara troða einhverju í okkur til að halda okkur vakandi og í gangi :). En við náðum þessari fínu afslöppun í fríinu. M.a. fórum við í dýragarðinn í Odense með ömmunni í yndislegu veðri.
Röskva að segja eins og sæljón 🙂
Nestið borðað í sólinni.
Og amma keytpi flotta kleinuhringi 🙂
á þriðjudeginum (fyrir viku) kom afi Lars í heimsókn með afmælisgjafir handa ungunum.
Röskva fékk hlaupahjól… “mín mín mín mín mín mín” sem engin má snerta.
Óliver fékk boxpúða.
Og Máni fékk flotta bók um sólkerfið.
Og nú erum við sem sagt komin í gang með hversdaginn aftur. Kim hefur rosa mikið að gera næstu 6 vikurnar og svo týnist alltaf ýmislegt til hjá okkur hinum :). Ég vona bara að Röskva fari ekki að flippa á hverjum morgni og öskra nei föt, nei Jane (dagmamman), nei skó, nei út… arrrhhh 😉 en hún er búin að fríka síðustu tvo morgna, nennir ekki að fara aftur í hversdaginn. Svo stóð hún á öskrinu í gær, því hún sagði fyrst voða sætt: “mamma, svömmehal…???” og ég sagði nei og þá varð mín bara ill og gargði JO SVÖMMEHAL, SVÖMMEHAL SVÖÖÖÖMMMMMEEEHALLL….svoleiðis er það nú 🙂
- 2 kommentarer til Fríið búið í bili
Loksins söndagsblog mikið búiðað bíða efir því. Ég öfunda Lars að geta bara droppað í heimsókn með pakka þegar honum hentar. Flottar gjafir. Her eru allir á fullu í skóla vinnu og barnauppeldi og nú erum við búin að taka 3 hesta á hús þannig að það er nóg að gera. Knús til allra.
hæ gott að fá myndir og fréttir
rétt sem pabbi þinn segir þetta fer allt í rugl ef ekki er sunnudagsblogg. er að baka bananabrauð og ingi búinn að taka upp kartöflur, vona að litli harðstjórinn slaki á
kveðja ragnheiður